Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. september 2017 06:00 Kim Jong-un fundaði með félögum í Verkamannaflokknum í gær eftir kjarnorkusprengjutilraunina sem gerð var á sunnudaginn. vísir/afp Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur nú látið framkvæma tvöfalt fleiri kjarnorkuvopnatilraunir en faðir hans og fyrirrennari, Kim Jong-il. Með mögulegri vetnissprengjutilraun sunnudagsins hefur Kim yngri nú látið framkvæma fjórar slíkar samanborið við tvær tilraunir Kims eldri. Þá hefur Kim Jong-un látið framkvæma margfalt fleiri eldflaugatilraunir en Kim Jong-il og Kim Il-Sung, afi hans, til samans. Norðurkóreska fréttastofan KCNA greindi frá því á sunnudag að vetnissprengja hefði verið sprengd en ekki er víst hvort það sé allur sannleikurinn. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar fram á að sprengingin hafi verið einkar stór, er talið að hún hafi verið í kringum hundrað kílótonn, en sprengingar eru mældar í þúsundum tonna af TNT. Norska jarðskjálftastofnunin NORSAR telur sprenginguna hafa verið 120 kílótonn, eins og KCNA greindi frá. Til samanburðar samsvaraði síðasta, og jafnframt næststærsta, kjarnorkusprengja Norður-Kóreu um fimmtán kílótonnum. ABC-fréttastofan greinir frá því að Japanar vinni nú að því að safna sýnum úr andrúmsloftinu nærri Norður-Kóreu til að reyna að skera úr um hvort einræðisríkið hafi í raun og veru sprengt vetnissprengju. Það gæti þó tekið nokkrar vikur. Vetnissprengjur eru frábrugðnar hefðbundnum kjarnorkusprengjum að því leyti að þær nota orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Eru þær margfalt kraftmeiri fyrir vikið en hinar hefðbundnu kjarnorkusprengjur sem styðjast eingöngu við kjarnaklofnun.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.vísir/afpPhilip Coyle, sérfræðingur sem var yfir vopnatilraunum Bandaríkjahers í forsetatíð Bills Clinton, sagði við ABC að líklega væru yfirvöld í Norður-Kóreu að segja satt. „Sumir gætu sagt að sprengikrafturinn hafi að mestu orsakast af kjarnaklofnun en ekki kjarnasamruna en það skiptir tæknilega séð ekki máli. Sprengingin væri samt vetnissprengja,“ sagði Coyle. Vetnissprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði en Bandaríkin prófuðu fyrstu sprengjuna árið 1952. Alls búa fimm ríki yfir slíkum sprengjum, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, sem eiga að öllum líkindum kjarnorkusprengjur, eiga ekki vetnissprengjur. Nú gæti hins vegar verið að Norður-Kórea hafi bæst í hóp ríkjanna fimm. CNN greindi frá því í gær að þótt Norður-Kórea búi einnig yfir langdrægum eldflaugum sé ekki víst að þær gætu flutt slíka sprengju. Sagði sérfræðingurinn Jeffrey Lewis í samtali við CNN að óvíst væri hvort kjarnorkuvopn Norður-Kóreu myndu þola flug með langdrægri eldflaug og hvort eldflaugar einræðisríkisins væru nógu nákvæmar til að hita skotmörk sín. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið kjarnorkutilrauninni þegjandi og hljóðalaust og lýsti Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, því yfir í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið beitti öllum mögulegum aðferðum til að hafa hemil á Norður-Kóreu. „Stríð er ekki eitthvað sem Bandaríkin vilja. Við viljum það ekki núna en þolinmæði okkar er ekki þrotlaus,“ sagði Haley. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur nú látið framkvæma tvöfalt fleiri kjarnorkuvopnatilraunir en faðir hans og fyrirrennari, Kim Jong-il. Með mögulegri vetnissprengjutilraun sunnudagsins hefur Kim yngri nú látið framkvæma fjórar slíkar samanborið við tvær tilraunir Kims eldri. Þá hefur Kim Jong-un látið framkvæma margfalt fleiri eldflaugatilraunir en Kim Jong-il og Kim Il-Sung, afi hans, til samans. Norðurkóreska fréttastofan KCNA greindi frá því á sunnudag að vetnissprengja hefði verið sprengd en ekki er víst hvort það sé allur sannleikurinn. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar fram á að sprengingin hafi verið einkar stór, er talið að hún hafi verið í kringum hundrað kílótonn, en sprengingar eru mældar í þúsundum tonna af TNT. Norska jarðskjálftastofnunin NORSAR telur sprenginguna hafa verið 120 kílótonn, eins og KCNA greindi frá. Til samanburðar samsvaraði síðasta, og jafnframt næststærsta, kjarnorkusprengja Norður-Kóreu um fimmtán kílótonnum. ABC-fréttastofan greinir frá því að Japanar vinni nú að því að safna sýnum úr andrúmsloftinu nærri Norður-Kóreu til að reyna að skera úr um hvort einræðisríkið hafi í raun og veru sprengt vetnissprengju. Það gæti þó tekið nokkrar vikur. Vetnissprengjur eru frábrugðnar hefðbundnum kjarnorkusprengjum að því leyti að þær nota orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Eru þær margfalt kraftmeiri fyrir vikið en hinar hefðbundnu kjarnorkusprengjur sem styðjast eingöngu við kjarnaklofnun.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.vísir/afpPhilip Coyle, sérfræðingur sem var yfir vopnatilraunum Bandaríkjahers í forsetatíð Bills Clinton, sagði við ABC að líklega væru yfirvöld í Norður-Kóreu að segja satt. „Sumir gætu sagt að sprengikrafturinn hafi að mestu orsakast af kjarnaklofnun en ekki kjarnasamruna en það skiptir tæknilega séð ekki máli. Sprengingin væri samt vetnissprengja,“ sagði Coyle. Vetnissprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði en Bandaríkin prófuðu fyrstu sprengjuna árið 1952. Alls búa fimm ríki yfir slíkum sprengjum, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, sem eiga að öllum líkindum kjarnorkusprengjur, eiga ekki vetnissprengjur. Nú gæti hins vegar verið að Norður-Kórea hafi bæst í hóp ríkjanna fimm. CNN greindi frá því í gær að þótt Norður-Kórea búi einnig yfir langdrægum eldflaugum sé ekki víst að þær gætu flutt slíka sprengju. Sagði sérfræðingurinn Jeffrey Lewis í samtali við CNN að óvíst væri hvort kjarnorkuvopn Norður-Kóreu myndu þola flug með langdrægri eldflaug og hvort eldflaugar einræðisríkisins væru nógu nákvæmar til að hita skotmörk sín. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið kjarnorkutilrauninni þegjandi og hljóðalaust og lýsti Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, því yfir í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið beitti öllum mögulegum aðferðum til að hafa hemil á Norður-Kóreu. „Stríð er ekki eitthvað sem Bandaríkin vilja. Við viljum það ekki núna en þolinmæði okkar er ekki þrotlaus,“ sagði Haley.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent