Norðurslóðir loga Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2017 16:43 Samsett gervihnattamynd sýnir reykjarmökkinn yfir norðanverðu Kanada. NASA Þykkur reykur sem liggur yfir stórum hluta norðanverðrar Norður-Ameríku frá eldum sem brenna þar sést á myndum úr geimnum. Á sama tíma halda eldar áfram að brenna á Grænlandi. Eldar hafa brunnið í barrskógum Bresku Kólumbíu í Kanada í meira en mánuð og í byrjun ágúst blossuðu fleiri upp á Norðvestursvæðum landsins. Gríðarlegan reyk hefur lagt norður yfir Norðvestursvæðin, Júkon og Nunavut í norðanverðu Kanada. Svo þykkur er reykurinn að hann sést á gervihnattamyndum sem teknar voru um miðjan mánuðinn, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Gríðarlegt magn svifryks fylgir reyknum og hefur það slegið met, að sögn vísindamanna. „Ef og þegar mökkin leggur yfir byggð svæði gæti dagur breyst í nótt,“ segir Mike Fromm frá Flotarannsóknastöð Bandaríkjanna.Eldarnir á vestanverðu Grænlandi loga í graslendi en ekki er vitað hvernig þeir kviknuðu.AFP/NOAALíklegt að eldar logi á Grænlandi fram í septemberÁ vestanverðu Grænlandi hafa eldar logað í graslendi í hálfan mánuð. Eldarnir brenna á afskekktu svæði en þeir sáust fyrst á gervihnattamyndum í lok júlí. Síðast þegar myndir náðust af þeim um miðjan ágúst fóru þeir vaxandi. Eldarnir þar eru sérstaklega óvanalegir enda er langstærsti hluti Grænlands þakinn íshellu. The Guardian segir að eldarnir nú séu aðeins rúmum 60 kílómetrum frá ísnum, um 145 kílómetrum norðaustur af bænum Sisimiut. Vísindamenn frá Delft-tækniháskólanum í Hollandi segja að sinueldarnir á Grænlandi í sumar séu þeir verstu frá því að skráning á þeim hófst um aldamótin. Sumarið á Grænlandi hefur verið sérlega þurrt og var hitastig tiltölulega hátt áður en eldarnir kviknuðu. Líklegt er talið að eldarnir muni brenna áfram þar til kólna fer í veðri í september.The Greenland fire evolution since July 29 as captured by @ESA_EO 's #sentinel2 pic.twitter.com/Iuk9blyui9— Stef Lhermitte (@StefLhermitte) August 9, 2017 Loftslagsmál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Þykkur reykur sem liggur yfir stórum hluta norðanverðrar Norður-Ameríku frá eldum sem brenna þar sést á myndum úr geimnum. Á sama tíma halda eldar áfram að brenna á Grænlandi. Eldar hafa brunnið í barrskógum Bresku Kólumbíu í Kanada í meira en mánuð og í byrjun ágúst blossuðu fleiri upp á Norðvestursvæðum landsins. Gríðarlegan reyk hefur lagt norður yfir Norðvestursvæðin, Júkon og Nunavut í norðanverðu Kanada. Svo þykkur er reykurinn að hann sést á gervihnattamyndum sem teknar voru um miðjan mánuðinn, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Gríðarlegt magn svifryks fylgir reyknum og hefur það slegið met, að sögn vísindamanna. „Ef og þegar mökkin leggur yfir byggð svæði gæti dagur breyst í nótt,“ segir Mike Fromm frá Flotarannsóknastöð Bandaríkjanna.Eldarnir á vestanverðu Grænlandi loga í graslendi en ekki er vitað hvernig þeir kviknuðu.AFP/NOAALíklegt að eldar logi á Grænlandi fram í septemberÁ vestanverðu Grænlandi hafa eldar logað í graslendi í hálfan mánuð. Eldarnir brenna á afskekktu svæði en þeir sáust fyrst á gervihnattamyndum í lok júlí. Síðast þegar myndir náðust af þeim um miðjan ágúst fóru þeir vaxandi. Eldarnir þar eru sérstaklega óvanalegir enda er langstærsti hluti Grænlands þakinn íshellu. The Guardian segir að eldarnir nú séu aðeins rúmum 60 kílómetrum frá ísnum, um 145 kílómetrum norðaustur af bænum Sisimiut. Vísindamenn frá Delft-tækniháskólanum í Hollandi segja að sinueldarnir á Grænlandi í sumar séu þeir verstu frá því að skráning á þeim hófst um aldamótin. Sumarið á Grænlandi hefur verið sérlega þurrt og var hitastig tiltölulega hátt áður en eldarnir kviknuðu. Líklegt er talið að eldarnir muni brenna áfram þar til kólna fer í veðri í september.The Greenland fire evolution since July 29 as captured by @ESA_EO 's #sentinel2 pic.twitter.com/Iuk9blyui9— Stef Lhermitte (@StefLhermitte) August 9, 2017
Loftslagsmál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira