Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 16:40 Barack Obama og Donald Trump. Vísir/Getty Formaður njósnamálanefndar bandaríska þingsins segir að hvorki hann, né hæst setti Demókratinn í nefndinni, hafi séð nein sönnunargögn sem bendi til þess að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið hlera Donald Trump fyrir forsetakosningarnar þar í landi á síðasta ári. Repúblikaninn Devon Nunes er formaður nefndarinnar og sagði hann að nefndin hafi farið fram á það að dómsmálaráðuneytið myndi svara fyrirspurnum nefndarinnar um upplýsingar um málið fyrir 20. mars næstkomandi. „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað,“ sagði Nunes um meintar hleranir Obama en Trump sakaði forvera sinn í starfi um að hafa fyriskipað að Trump Tower, höfuðstöðvar Trump í kosningabaráttunni, skyldu hleraðar. Sagði Nunes að miðað við þau samtöl sem nefndin hefði átt væri það það mat hans að Trump Tower hafi ekki verið hleraður. James Comey, yfirmaður FBI, mun koma fyrir nefndina þann 20. mars og svara spurningum hennar. Trump fór fram á það að þingið myndir rannsaka þær ásakanir á hendur Obama sem hann setti fram á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Trump lagði þó ekki fram nein sönnunargögn til þess að styðja mál sitt. Obama hefur staðfastlega neitað því að hafa fyrirskipað slíkar hleranir. Þá hefur James Clapper, sem gegndi embætti yfirmanns njósnamála á þeim tíma sem hleranirnar eiga að hafa farið fram, sagt að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka hlerun. Ómögulegt væri að slík fyrirskipun um slíka hlerun hefði getað farið fram hjá honum sem yfirmaður njósnamála. Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Yfirlýsingar Trump um meintar hleranir Obama hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. 6. mars 2017 13:30 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Formaður njósnamálanefndar bandaríska þingsins segir að hvorki hann, né hæst setti Demókratinn í nefndinni, hafi séð nein sönnunargögn sem bendi til þess að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið hlera Donald Trump fyrir forsetakosningarnar þar í landi á síðasta ári. Repúblikaninn Devon Nunes er formaður nefndarinnar og sagði hann að nefndin hafi farið fram á það að dómsmálaráðuneytið myndi svara fyrirspurnum nefndarinnar um upplýsingar um málið fyrir 20. mars næstkomandi. „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað,“ sagði Nunes um meintar hleranir Obama en Trump sakaði forvera sinn í starfi um að hafa fyriskipað að Trump Tower, höfuðstöðvar Trump í kosningabaráttunni, skyldu hleraðar. Sagði Nunes að miðað við þau samtöl sem nefndin hefði átt væri það það mat hans að Trump Tower hafi ekki verið hleraður. James Comey, yfirmaður FBI, mun koma fyrir nefndina þann 20. mars og svara spurningum hennar. Trump fór fram á það að þingið myndir rannsaka þær ásakanir á hendur Obama sem hann setti fram á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Trump lagði þó ekki fram nein sönnunargögn til þess að styðja mál sitt. Obama hefur staðfastlega neitað því að hafa fyrirskipað slíkar hleranir. Þá hefur James Clapper, sem gegndi embætti yfirmanns njósnamála á þeim tíma sem hleranirnar eiga að hafa farið fram, sagt að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka hlerun. Ómögulegt væri að slík fyrirskipun um slíka hlerun hefði getað farið fram hjá honum sem yfirmaður njósnamála.
Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Yfirlýsingar Trump um meintar hleranir Obama hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. 6. mars 2017 13:30 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans Yfirlýsingar Trump um meintar hleranir Obama hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir. 6. mars 2017 13:30
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53
Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30
Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila