Gamla markið var á sínum stað í Teignum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.
Að þessu sinni leitaði tölvan þrettán ár aftur í tímann og valdi mark með Skagamanninum Gunnlaugi Jónssyni.
Gamla markið skoraði Gulli í 2-2 jafntefli ÍA við FH 2004. Pálmi Haraldsson skallaði boltann fyrir eftir aukaspyrnu og Gulli skellti í eina hjólhestaspyrnu sem Daði Lárusson átti ekki séns í að verja.
Markið kom í sjöttu umferð úrvalsdeildarinnar 2004 og var jöfnunarmark leiksins á 68. mínútu.
Gamla markið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Gamla markið: Hjólhestaspyrna Gulla Jóns | Myndband
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar