Hið erfiða annað ár hjá Jóhanni Berg og félögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2017 10:00 Jóhann Berg hefur byrjað alla þrjá leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. vísir/getty Jóhann Berg Guðmundsson er á sínu öðru tímabili hjá Burnley sem freistar þess að endurtaka leikinn frá því í fyrra og halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það gerðist síðast á miðjum 8. áratugnum að Burnley náði að leika þrjú tímabil í röð í efstu deild. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Jóhanni Berg á síðasta tímabili. Hann byrjaði á bekknum í fjórum af fyrstu fimm deildarleikjum Burnley en Sean Dyche, knattspyrnustjóri liðsins, setti hann í byrjunarliðið fyrir leik gegn Watford á heimavelli í lok september. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði allan tímann í 2-0 sigri og hélt sæti sínu í byrjunarliðinu í næstu sjö leikjum. Jóhann Berg spilaði sinn besta leik fyrir Burnley þegar liðið vann 3-2 heimasigur á Crystal Palace 5. nóvember. Hann skoraði og lagði upp mark í 3-2 sigri sem kom Burnley upp í 9. sæti deildarinnar. Burnley steinlá fyrir West Brom í næstu umferð og í leiknum þar á eftir, gegn Manchester City, meiddist Jóhann Berg aftan í læri og var frá í mánuð. Meiðsli héldu áfram að plaga íslenska landsliðsmanninn og hann var aðeins einu sinni í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifði tímabils. Hann lék alls 20 deildarleiki á síðasta tímabili, skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. Auk þess lék hann samtals fjóra leiki í ensku bikar- og deildarbikarkeppninni. Jóhann Berg virðist hafa nýtt undirbúningstímabilið vel því hann nýtur nú trausts Dyche og byrjaði alla þrjá leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.Chris Wood, dýrasti leikmaður í sögu Burnley, skorar jöfnunarmarkið gegn Tottenham.vísir/gettyStærsta ástæðan fyrir því að Burnley hélt sér örugglega í deildinni á síðasta tímabili var frábær árangur á heimavelli. Alls fékk Burnley 33 stig á Turf Moor sem var eins gott því uppskeran í 19 útileikjum var aðeins sjö stig. Í upphafi þessa tímabils hefur þessu verið öfugt farið. Burnley gerði sér lítið fyrir og vann 2-3 útisigur á Englandsmeisturum Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Jóhann Berg og félagar töpuðu því næst fyrir West Brom á Turf Moor en náðu svo í gott stig gegn Tottenham á Wembley. Fjögur stig úr útileikjum gegn tveimur efstu liðum deildarinnar í fyrra verður að teljast afar góður árangur fyrir lið sem vann aðeins einn útileik í fyrra. Burnley missti tvo af sínum bestu mönnum í sumar; Michael Keane og Andre Gray. Í staðinn náði Dyche í menn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Jack Cork, Jonathan Walters og Phil Bardsley eru ekki mest spennandi leikmenn í heimi en þeir eru traustir liðsmenn og eiga samtals 640 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þá keypti Burnley Chris Wood, markahæsta leikmann ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili, á metverði frá Leeds. Nýsjálendingurinn minnti strax á sig og skoraði jöfnunarmarkið gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Burnley. Annað árið hefur oft reynst liðum sem koma upp í ensku úrvalsdeildina erfitt. Burnley virðist hins vegar ágætlega í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni. Stjórinn er fær í sínu starfi, leikmannahópurinn nokkuð þéttur og liðið þekkir sín takmörk.Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um enska boltann 2. september síðastliðinn. Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson er á sínu öðru tímabili hjá Burnley sem freistar þess að endurtaka leikinn frá því í fyrra og halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Það gerðist síðast á miðjum 8. áratugnum að Burnley náði að leika þrjú tímabil í röð í efstu deild. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Jóhanni Berg á síðasta tímabili. Hann byrjaði á bekknum í fjórum af fyrstu fimm deildarleikjum Burnley en Sean Dyche, knattspyrnustjóri liðsins, setti hann í byrjunarliðið fyrir leik gegn Watford á heimavelli í lok september. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði allan tímann í 2-0 sigri og hélt sæti sínu í byrjunarliðinu í næstu sjö leikjum. Jóhann Berg spilaði sinn besta leik fyrir Burnley þegar liðið vann 3-2 heimasigur á Crystal Palace 5. nóvember. Hann skoraði og lagði upp mark í 3-2 sigri sem kom Burnley upp í 9. sæti deildarinnar. Burnley steinlá fyrir West Brom í næstu umferð og í leiknum þar á eftir, gegn Manchester City, meiddist Jóhann Berg aftan í læri og var frá í mánuð. Meiðsli héldu áfram að plaga íslenska landsliðsmanninn og hann var aðeins einu sinni í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifði tímabils. Hann lék alls 20 deildarleiki á síðasta tímabili, skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. Auk þess lék hann samtals fjóra leiki í ensku bikar- og deildarbikarkeppninni. Jóhann Berg virðist hafa nýtt undirbúningstímabilið vel því hann nýtur nú trausts Dyche og byrjaði alla þrjá leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.Chris Wood, dýrasti leikmaður í sögu Burnley, skorar jöfnunarmarkið gegn Tottenham.vísir/gettyStærsta ástæðan fyrir því að Burnley hélt sér örugglega í deildinni á síðasta tímabili var frábær árangur á heimavelli. Alls fékk Burnley 33 stig á Turf Moor sem var eins gott því uppskeran í 19 útileikjum var aðeins sjö stig. Í upphafi þessa tímabils hefur þessu verið öfugt farið. Burnley gerði sér lítið fyrir og vann 2-3 útisigur á Englandsmeisturum Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Jóhann Berg og félagar töpuðu því næst fyrir West Brom á Turf Moor en náðu svo í gott stig gegn Tottenham á Wembley. Fjögur stig úr útileikjum gegn tveimur efstu liðum deildarinnar í fyrra verður að teljast afar góður árangur fyrir lið sem vann aðeins einn útileik í fyrra. Burnley missti tvo af sínum bestu mönnum í sumar; Michael Keane og Andre Gray. Í staðinn náði Dyche í menn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Jack Cork, Jonathan Walters og Phil Bardsley eru ekki mest spennandi leikmenn í heimi en þeir eru traustir liðsmenn og eiga samtals 640 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þá keypti Burnley Chris Wood, markahæsta leikmann ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili, á metverði frá Leeds. Nýsjálendingurinn minnti strax á sig og skoraði jöfnunarmarkið gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Burnley. Annað árið hefur oft reynst liðum sem koma upp í ensku úrvalsdeildina erfitt. Burnley virðist hins vegar ágætlega í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni. Stjórinn er fær í sínu starfi, leikmannahópurinn nokkuð þéttur og liðið þekkir sín takmörk.Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um enska boltann 2. september síðastliðinn.
Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira