Enski boltinn

Fyrirliði Watford má ekki spila aftur fyrr en á næsta ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Troy Deeney er kominn í skammarkrókinn.
Troy Deeney er kominn í skammarkrókinn. vísir/getty
Troy Deeney, fyrirliði Watford, spilar ekkert með liðinu fyrr en á næsta ári.

Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað hann í fjögurra leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Huddersfield um helgina. Deeney braut þá illa á Collin Quaner.

Deeney af leikjunum gegn Brighton (23. des), Leicester City (26. des), Swansea City (30. des) og Manchester City (2. jan).  Hann gæti hins vegar komið við sögu þegar Watford fær Hörð Björgvin Magnússon og félaga í Bristol City í heimsókn í 3. umferð ensku bikarkeppninnar 6. janúar.

Deeney og félagar hafa átt í vandræðum með að halda sér inni á vellinum að undanförnu. Í síðustu þremur leikjum hafa leikmenn Watford fengið þrjú rauð spjöld. Frá byrjun síðasta tímabils hefur Watford fengið níu rauð spjöld, fleiri en nokkurt annað lið í ensku úrvalsdeildinni.

Watford hefur gefið eftir að undanförnu og aðeins fengið eitt stig í síðustu fimm leikjum sínum. Liðið situr í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×