Enski boltinn

Pulis líklegastur til að taka við Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verður Tony Pulis næsti knattspyrnustjóri Swansea?
Verður Tony Pulis næsti knattspyrnustjóri Swansea? vísir/getty
Tony Pulis, fyrrverandi knattspyrnustjóri West Brom, þykir líklegastur til að taka við Swansea City samkvæmt veðbönkum.

Swansea rak Paul Clement í gær og er því enn og aftur í stjóraleit.

Pulis var látinn taka pokann sinn hjá West Brom fyrir mánuði og er enn í leit að nýju starfi.

Tveir Hollendingar koma næstir á lista veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að taka við Swansea; þeir Louis van Gaal og Ronald Koeman.

Leon Britton, spilandi þjálfari hjá Swansea, þykir einnig koma til greina í stjórastarfið sem og Ryan Giggs.

Swansea situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 12 stig eftir 18 umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace á Þorláksmessu.


Tengdar fréttir

Clement rekinn frá Swansea

Enska úrvalsdeildarliðið Swansea hefur rekið knattspyrnustjóra sinn, Paul Clement.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×