Everton er enn ósigrað undir stjórn Sams Allardyce en í dag gerði liðið markalaust jafntefli við Englandsmeistara Chelsea á Goodison Park.
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton sem er áfram í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Síðan Stóri Sam byrjaði að stýra Everton hefur liðið náð í 11 af 15 stigum mögulegum. Everton hefur haldið hreinu í þremur af þessum fimm leikjum.
Varnarleikur Everton var sterkur í leiknum í dag og Chelsea fékk ekki mörg opin færi.
Chelsea er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig, 13 stigum á eftir toppliði Manchester City.
Everton enn ósigrað undir stjórn Stóra Sams
