Eboue býr í myrkri af ótta við lögregluna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. desember 2017 21:00 Emmanuel Eboué og Arsene Wenger á sínum tíma. Vísir/Getty Lífið hefur verið erfitt fyrir fyrrum Arsenal-manninn Emmanuel Eboue eftir að hann hætti í fótbolta. Erfiður skilnaður og andlát tveggja náinna ættingja sendi Eboue á botninn og leiddi meðal annars til hugsana um sjálfsvíg. Eboe hefur ekki séð börnin sín þrjú síðan í júní. Hann býr einn í húsi sínu í norður London, húsi sem hann átti að skila af sér fyrir þremur vikum síðan, en tapaði öllum eignum sínum í hendur fyrrverandi konu sinnar í skilnaðinum. Hann lýsir ástandinu fyrir blaðamanni Sunday Mirror. „Ég bý í húsinu en ég er hræddur. Ég veit ekki hvenær lögreglan mun koma. Stundum slekk ég ljósin svo fólk sjái ekki að ég sé inni.“ Eftir sjö ár hjá Arsenal fór Eboue til Galatasaray í Tyrklandi þar sem ferill hans fór að dvína og á síðasta tímabili hans í Tyrklandi fékk hann ekki að spila einn einasta leik með aðalliðinu. Í mars 2016 ætlaði Eboue að snúa til baka í ensku úrvalsdeildina. Hann samdi við Sunderland 9. Mars. Þremur vikum seinna, 31. mars 2016, setti alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, Ebou í eins árs bann frá fótbolta þar sem hann hafði ekki borgað umboðsmanni sínum. Í apríl leysti Sunderland hann frá samningi. Eboue segist ekki hafa kunnað að fara með peninga. Konan hans hafi séð um fjármálin og hann hafi farið eftir slæmum ráðum sem kostuðu hann stórar fjárhæðir. Hann segist ekki hafa vitað af fjárhagsstöðu sinni og í einu skiptin sem hann hafi farið í bankann hafi konan hans verið með í för. „Peningurinn sem ég fékk, ég sendi hann til konunnar fyrir börnin okkar. Ég þénaði 8 milljónir evra í Tyrklandi. Ég sendi sjö milljónir heim. Ég skrifa undir það sem hún segir mér að skrifa undir,“ sagði Eboue. „Vandræði mín hjá FIFA eru vegna fólks sem gaf mér ráð. Fólks sem á ekki að standa á sama. En það var vegna þeirra sem FIFA setti mig í bann.“ Þegar Eboue er ekki í myrkvuðu húsi sínu, sem hann þó á ekki lengur, fær hann að gista á stofugólfinu hjá vinkonu sinni. Hann þvær fötin sín í höndunum og ferðast um með neðanjarðarlest og reynir að láta lítið fyrir sér fara. „Ég held áfram að þakka guði að ég hafi enn líf mitt. Ég myndi ekki óska þessa upp á neinn mann,“ sagði Emmanuel Eboue. Enski boltinn Tengdar fréttir Dæmdur í eins árs bann þar sem hann skuldar umboðsmanni Varnarmaður Sunderland, Emmanuel Eboue, var í dag dæmdur í eins árs bann frá fótbolta. 31. mars 2016 09:27 Sagt upp eftir 22 daga vegna skuldarinnar Sunderland hefur strax losað sig við Emmanuel Eboue. 31. mars 2016 12:18 Eboue grýttur í Tyrklandi Emmanuel Eboue, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Galatasaray, fékk að kynnast því í gær að það er ekkert sældarlíf að spila í tyrkneska boltanum. 21. nóvember 2011 13:45 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Lífið hefur verið erfitt fyrir fyrrum Arsenal-manninn Emmanuel Eboue eftir að hann hætti í fótbolta. Erfiður skilnaður og andlát tveggja náinna ættingja sendi Eboue á botninn og leiddi meðal annars til hugsana um sjálfsvíg. Eboe hefur ekki séð börnin sín þrjú síðan í júní. Hann býr einn í húsi sínu í norður London, húsi sem hann átti að skila af sér fyrir þremur vikum síðan, en tapaði öllum eignum sínum í hendur fyrrverandi konu sinnar í skilnaðinum. Hann lýsir ástandinu fyrir blaðamanni Sunday Mirror. „Ég bý í húsinu en ég er hræddur. Ég veit ekki hvenær lögreglan mun koma. Stundum slekk ég ljósin svo fólk sjái ekki að ég sé inni.“ Eftir sjö ár hjá Arsenal fór Eboue til Galatasaray í Tyrklandi þar sem ferill hans fór að dvína og á síðasta tímabili hans í Tyrklandi fékk hann ekki að spila einn einasta leik með aðalliðinu. Í mars 2016 ætlaði Eboue að snúa til baka í ensku úrvalsdeildina. Hann samdi við Sunderland 9. Mars. Þremur vikum seinna, 31. mars 2016, setti alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, Ebou í eins árs bann frá fótbolta þar sem hann hafði ekki borgað umboðsmanni sínum. Í apríl leysti Sunderland hann frá samningi. Eboue segist ekki hafa kunnað að fara með peninga. Konan hans hafi séð um fjármálin og hann hafi farið eftir slæmum ráðum sem kostuðu hann stórar fjárhæðir. Hann segist ekki hafa vitað af fjárhagsstöðu sinni og í einu skiptin sem hann hafi farið í bankann hafi konan hans verið með í för. „Peningurinn sem ég fékk, ég sendi hann til konunnar fyrir börnin okkar. Ég þénaði 8 milljónir evra í Tyrklandi. Ég sendi sjö milljónir heim. Ég skrifa undir það sem hún segir mér að skrifa undir,“ sagði Eboue. „Vandræði mín hjá FIFA eru vegna fólks sem gaf mér ráð. Fólks sem á ekki að standa á sama. En það var vegna þeirra sem FIFA setti mig í bann.“ Þegar Eboue er ekki í myrkvuðu húsi sínu, sem hann þó á ekki lengur, fær hann að gista á stofugólfinu hjá vinkonu sinni. Hann þvær fötin sín í höndunum og ferðast um með neðanjarðarlest og reynir að láta lítið fyrir sér fara. „Ég held áfram að þakka guði að ég hafi enn líf mitt. Ég myndi ekki óska þessa upp á neinn mann,“ sagði Emmanuel Eboue.
Enski boltinn Tengdar fréttir Dæmdur í eins árs bann þar sem hann skuldar umboðsmanni Varnarmaður Sunderland, Emmanuel Eboue, var í dag dæmdur í eins árs bann frá fótbolta. 31. mars 2016 09:27 Sagt upp eftir 22 daga vegna skuldarinnar Sunderland hefur strax losað sig við Emmanuel Eboue. 31. mars 2016 12:18 Eboue grýttur í Tyrklandi Emmanuel Eboue, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Galatasaray, fékk að kynnast því í gær að það er ekkert sældarlíf að spila í tyrkneska boltanum. 21. nóvember 2011 13:45 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Dæmdur í eins árs bann þar sem hann skuldar umboðsmanni Varnarmaður Sunderland, Emmanuel Eboue, var í dag dæmdur í eins árs bann frá fótbolta. 31. mars 2016 09:27
Sagt upp eftir 22 daga vegna skuldarinnar Sunderland hefur strax losað sig við Emmanuel Eboue. 31. mars 2016 12:18
Eboue grýttur í Tyrklandi Emmanuel Eboue, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Galatasaray, fékk að kynnast því í gær að það er ekkert sældarlíf að spila í tyrkneska boltanum. 21. nóvember 2011 13:45