Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að liðið sitt verði að sýna meiri stöðuleika í deildinni en síðustu vikur hafa einkennst af vonbrigðum hjá Tottenham.
Tottenham vann sannfærandi útisigur á Burnley 3-0 á laugardaginn en Pochettino vill að liðið sitt haldi áfram að sýna svipaða frammistöðu og í þeim leik.
,,Við getum ekki hugsað um önnur lið, við verðum að halda áfram með þessa spilamennsku og við þurfum að sýna stöðuleika, eitthvað sem við höfum ekki sýnt upp á síðkastið.”
,,Ef við viljum berjast um stóru titlana þá verðum við að sýna stöðuleika. En ég er viss um að liðið sé einbeitt núna, það var svo mikilvægt að fagna sigri og brosa eftir tapið gegn Manchester City,” sagði Pochettino.
Tottenham er 21 stigi frá toppliði Manchester City en næsti leikur liðsins er gegn Southampton á morgun.
Pochettino: Þurfum að sýna stöðuleika

Tengdar fréttir

Kane með þrennu á Turf Moor
Harry Kane skoraði öll þrjú mörk Tottenham þegar liðið lagði Burnley að velli, 0-3, á Turf Moor í dag.

Sjáðu þrennu Kane og öll hin mörkin | Myndbönd
Tuttugu og fimm mörk voru skoruð í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar nítjánda umferðin kláraðist með níu leikjum.