Kane með þrennu á Turf Moor

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane er búinn að skora 15 deildarmörk á tímabilinu.
Harry Kane er búinn að skora 15 deildarmörk á tímabilinu. vísir/getty
Harry Kane skoraði öll þrjú mörk Tottenham þegar liðið lagði Burnley að velli, 0-3, á Turf Moor í dag. Með sigrinum fór Spurs upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Kane er nú búinn að skora 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er markahæstur ásamt Mohamed Salah.

Kane kom Tottenham yfir með marki úr vítaspyrnu á 7. mínútu.

Staðan var 0-1 í hálfleik en í seinni hálfleik bætti Kane tveimur mörkum við. Þetta var sjöunda þrennan sem þessi magnaði framherji skorar á árinu.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Burnley sem er í 7. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira