Stafar enn ógn af starfsemi ISIS Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Þessar afgönsku konur voru í heljargreipum sorgarinnar eftir hryðjuverkaárás gærdagsins þegar fjórir tugir Afgana létust í sprengingu. vísir/afp Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífadæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar samtökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menningarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árásinni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS-liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur-Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarið og samkvæmt greinendum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía- og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjíamúslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svokallaðrar Khorasan-deildar kalífadæmisins í janúar 2015, en Khorasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur- og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS-liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrrverandi starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borgarar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjónum sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður-Filippseyjum. Þar gætu vígamenn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Richard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyniþjónustunni MI6, að fall kalífadæmisins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjónina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við samtökin til þess að verða hluti af einhverju raunverulegu, ekki einhverju hugsanlegu.“ Birtist í Fréttablaðinu Írak Sýrland Tjad Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49 ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífadæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar samtökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menningarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árásinni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS-liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur-Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarið og samkvæmt greinendum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía- og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjíamúslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svokallaðrar Khorasan-deildar kalífadæmisins í janúar 2015, en Khorasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur- og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS-liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrrverandi starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borgarar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjónum sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður-Filippseyjum. Þar gætu vígamenn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Richard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyniþjónustunni MI6, að fall kalífadæmisins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjónina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við samtökin til þess að verða hluti af einhverju raunverulegu, ekki einhverju hugsanlegu.“
Birtist í Fréttablaðinu Írak Sýrland Tjad Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49 ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52
Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49
ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00