Ærið verkefnið stendur fram fyrir knattspyrnugoðsögninni Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 12:45 George Weah, verðandi forseti Líberíu. Vísir/AFP Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, George Weah, verður næsti forseti Afríkuríkisins Líberíu. Weah mun taka við völdum af Ellen Johnson Sirleaf, fyrstu konunni sem var kjörin forseti í Afríku. Líklegast verður um fyrstu friðsömu valdaskipti Líberíu í áratugi, eða frá árinu 1944. Weah bar sigur úr býtum í kosningu gegn varaforsetanum Joseph Boakai og fékk hann 61,5 prósent atkvæða. Þetta er í þriðja sinn sem Weah býður sig fram til forseta og eftirlitsstofnanir hafa hyllt framkvæmd kosninganna. Eftir að fregnirnar um sigur Weah bárust í gærkvöldi sagðist hann átta sig á ábyrgðinni og því stóra verkefni sem hann væri að taka að sér.My fellow Liberians, I deeply feel the emotion of all the nation. I measure the importance and the responsibility of the immense task which I embrace today. Change is on. — George Weah (@GeorgeWeahOff) December 28, 2017 Ljóst er að verkefni Weah er ærið en hann mun taka við embætti í janúar. Sirleaf, núverandi forseti Líberíu, hefur verið lofuð fyrir að halda ríkinu saman eftir að Charles Taylor var velt úr sessi árið 2005. Taylor er nú í fangelsi í Bretlandi fyrir stríðsglæpi í borgarastyrjöld í Sierra Leone. Þó Sirleaf hafi haldið Líberíu saman í gegnum erfiða tíma og tryggt stöðugleika hafa ásakanir um spillingu fylgt henni og sömuleiðis hefur hún ekki getað betrumbætt efnahag ríkisins. Talið er að um 250 þúsund manns hafi fallið í áðurnefndum styrjöldum á árunum 1989 til 2003. Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag, samkvæmt frétt Guardian. Hundruð þúsundir barna eru ekki í skóla. Ebólufaraldur kom verulega niður á ríkinu fyrir þremur árum.Weah ólst upp í fátækrahverfi nærri Monrovíu, höfuðborg Líberíu, og tengja margir íbúar landsins við uppruna hans. Weah reif sig upp úr fátækt og spilaði fótbolta fyrir nokkur af stærstu liðum Evrópu, meðal annars Monaco, PSG og AC Milan. Hann er eini Afríkumaðurinn til að vera valinn bæði besti fótboltamaður heimsins og Evrópu. Hann hætti í boltanum árið 2002 og fór aftur heim til Líberíu þar sem hann hefur setið á þingi undanfarin ár.Ekki óumdeildur Kjör hans er þó ekki óumdeilt þar sem varaforsetaefni hans er Jewel Howard-Taylor. Fyrrverandi eiginkona fyrrverandi forsetans sem nú situr í fangelsi. Hún hefur boðað stefnumál fyrrverandi eiginmanns síns og tengsl hennar við hann hafa valdið áhyggjum. Gagnrýnendur segja mögulegt að Taylor gæti haft áhrif á stöðu mála í Líberíu úr fangelsi, í gegnum fyrrverandi eiginkonu sína.Í samtali við Deutsche Welle sagði Weah að Howard-Taylor væri hæf kona og elskuð af íbúum Líberu. Þar að auki trúði hann á jafnrétti og sagðist telja það gott að hafa konu sem varaforseta.Hann sagði einnig að markmið hans yrði að bæti innviði Líberíu og skapa störf fyrir þjóðina. „Líbería er eitt af elstu ríkjum Afríku en við eigum ekki einu sinni vegi. Ég mun tryggja að við öðlumst vegakerfi.“ Líbería Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, George Weah, verður næsti forseti Afríkuríkisins Líberíu. Weah mun taka við völdum af Ellen Johnson Sirleaf, fyrstu konunni sem var kjörin forseti í Afríku. Líklegast verður um fyrstu friðsömu valdaskipti Líberíu í áratugi, eða frá árinu 1944. Weah bar sigur úr býtum í kosningu gegn varaforsetanum Joseph Boakai og fékk hann 61,5 prósent atkvæða. Þetta er í þriðja sinn sem Weah býður sig fram til forseta og eftirlitsstofnanir hafa hyllt framkvæmd kosninganna. Eftir að fregnirnar um sigur Weah bárust í gærkvöldi sagðist hann átta sig á ábyrgðinni og því stóra verkefni sem hann væri að taka að sér.My fellow Liberians, I deeply feel the emotion of all the nation. I measure the importance and the responsibility of the immense task which I embrace today. Change is on. — George Weah (@GeorgeWeahOff) December 28, 2017 Ljóst er að verkefni Weah er ærið en hann mun taka við embætti í janúar. Sirleaf, núverandi forseti Líberíu, hefur verið lofuð fyrir að halda ríkinu saman eftir að Charles Taylor var velt úr sessi árið 2005. Taylor er nú í fangelsi í Bretlandi fyrir stríðsglæpi í borgarastyrjöld í Sierra Leone. Þó Sirleaf hafi haldið Líberíu saman í gegnum erfiða tíma og tryggt stöðugleika hafa ásakanir um spillingu fylgt henni og sömuleiðis hefur hún ekki getað betrumbætt efnahag ríkisins. Talið er að um 250 þúsund manns hafi fallið í áðurnefndum styrjöldum á árunum 1989 til 2003. Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag, samkvæmt frétt Guardian. Hundruð þúsundir barna eru ekki í skóla. Ebólufaraldur kom verulega niður á ríkinu fyrir þremur árum.Weah ólst upp í fátækrahverfi nærri Monrovíu, höfuðborg Líberíu, og tengja margir íbúar landsins við uppruna hans. Weah reif sig upp úr fátækt og spilaði fótbolta fyrir nokkur af stærstu liðum Evrópu, meðal annars Monaco, PSG og AC Milan. Hann er eini Afríkumaðurinn til að vera valinn bæði besti fótboltamaður heimsins og Evrópu. Hann hætti í boltanum árið 2002 og fór aftur heim til Líberíu þar sem hann hefur setið á þingi undanfarin ár.Ekki óumdeildur Kjör hans er þó ekki óumdeilt þar sem varaforsetaefni hans er Jewel Howard-Taylor. Fyrrverandi eiginkona fyrrverandi forsetans sem nú situr í fangelsi. Hún hefur boðað stefnumál fyrrverandi eiginmanns síns og tengsl hennar við hann hafa valdið áhyggjum. Gagnrýnendur segja mögulegt að Taylor gæti haft áhrif á stöðu mála í Líberíu úr fangelsi, í gegnum fyrrverandi eiginkonu sína.Í samtali við Deutsche Welle sagði Weah að Howard-Taylor væri hæf kona og elskuð af íbúum Líberu. Þar að auki trúði hann á jafnrétti og sagðist telja það gott að hafa konu sem varaforseta.Hann sagði einnig að markmið hans yrði að bæti innviði Líberíu og skapa störf fyrir þjóðina. „Líbería er eitt af elstu ríkjum Afríku en við eigum ekki einu sinni vegi. Ég mun tryggja að við öðlumst vegakerfi.“
Líbería Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira