Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 21:29 Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida. Vísir/Getty Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. Hún segist hafa neitað Weinstein árum saman. „Neitaði að opna hurðina fyrir honum á öllum stundum sólarhringsins, hótel eftir hótel, tökustað eftir tökustað, þar sem hann birtist fyrirvarlaust, meðal annars einu sinni á tökustað fyrir mynd sem hann tengdist ekki,“ skrifar Hayek. „Neitaði að fara í sturtu með honum. Neitaði að leyfa honum að horfa á mig í sturtu. Neitaði að leyfa honum að nudda mig. Neitaði að leyfa nöktum vini hans að nudda mig. Neitaði að leyfa honum að gefa mér munngælur. Neitaði að vera nakin með annarri konu.“ Hún segir að neitanir hennar hafi haft í för með sér „makkíavellíska reiði Harvey“ og að þó hann hafi oft reynt að tala fyrir um henni til að ná sínu fram hafi hann einnig haft í hótunum við hana. Einu sinni, segir hún að í bræðikasti hafi hann sagt „ég mun drepa þig, ekki halda að ég geti það ekki.“ Weinstein og Hayek ræða hér saman á verðlaunaafhendingu árið 2005.Vísir/Getty Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida, byggðri á ævi listakonunnar Fridu Kahlo. Eftir að hún neitaði að sofa hjá honum segir hún að hann hafi hótað að reka hana úr hlutverki Fridu. Þegar hún samþykkti kröfur hans varðandi handrit myndarinnar samþykkti hann að leyfa henni að leika í myndinni. Krafðist meiri nektar En á meðan á tökum stóð hafi Harvey kvartað undan því að hún hafi ekki nýtt líkama sinn nægilega mikið. Hann hafi því sett henni afarkosti. „Hann myndi leyfa mér að klára myndina ef ég samþykkti kynlífsatriði með annarri konu. Hann krafðist algerrar nektar. Hann hafði stöðugt krafist þess að sjá meira hold, meira kynlíf.“ Hayek féllst á kröfur Harvey til að kvikmyndin yrði framleidd. „Ég mætti á tökustað daginn sem stóð til að taka upp atriðið sem ég taldi að myndi bjarga myndinni,“ segir Hayek. „Og í fyrsta og síðasta skiptið á mínum ferli fékk ég taugaáfall: líkami minn skalf óstjórnlega, ég varð andstutt og ég fór að gráta og gráta, gat ekki hætt, eins og ég væri að kasta upp tárum.“ Þakklát þeim sem hlusta Að lokum var Frida tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal var Hayek tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún segir að jafnvel eftir að myndin var komin út varð hún dauðhrædd við að sjá Weinstein. „Þar til það er jafnrétti í okkar bransa, og konur og karlar eru metnir að sömu verðleikum að öllu leiti, mun samfélag okkar halda áfram að vera gróðastía fyrir ofbeldismenn,“ skrifar Hayek. „Ég er þakklát fyrir alla sem hlusta á reynslusögur okkar. Ég vona að með því að bæta minni rödd í kór þeirra sem loksins eru að rjúfa þögnina mun það varpa ljósi á hvers vegna það er svo erfitt og hvers vegna svo margar okkar hafa beðið svo lengi.“ Fjöldi kvenna hefur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi síðustu mánuði. Weinstein neitar öllum ásökunum. MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. Hún segist hafa neitað Weinstein árum saman. „Neitaði að opna hurðina fyrir honum á öllum stundum sólarhringsins, hótel eftir hótel, tökustað eftir tökustað, þar sem hann birtist fyrirvarlaust, meðal annars einu sinni á tökustað fyrir mynd sem hann tengdist ekki,“ skrifar Hayek. „Neitaði að fara í sturtu með honum. Neitaði að leyfa honum að horfa á mig í sturtu. Neitaði að leyfa honum að nudda mig. Neitaði að leyfa nöktum vini hans að nudda mig. Neitaði að leyfa honum að gefa mér munngælur. Neitaði að vera nakin með annarri konu.“ Hún segir að neitanir hennar hafi haft í för með sér „makkíavellíska reiði Harvey“ og að þó hann hafi oft reynt að tala fyrir um henni til að ná sínu fram hafi hann einnig haft í hótunum við hana. Einu sinni, segir hún að í bræðikasti hafi hann sagt „ég mun drepa þig, ekki halda að ég geti það ekki.“ Weinstein og Hayek ræða hér saman á verðlaunaafhendingu árið 2005.Vísir/Getty Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida, byggðri á ævi listakonunnar Fridu Kahlo. Eftir að hún neitaði að sofa hjá honum segir hún að hann hafi hótað að reka hana úr hlutverki Fridu. Þegar hún samþykkti kröfur hans varðandi handrit myndarinnar samþykkti hann að leyfa henni að leika í myndinni. Krafðist meiri nektar En á meðan á tökum stóð hafi Harvey kvartað undan því að hún hafi ekki nýtt líkama sinn nægilega mikið. Hann hafi því sett henni afarkosti. „Hann myndi leyfa mér að klára myndina ef ég samþykkti kynlífsatriði með annarri konu. Hann krafðist algerrar nektar. Hann hafði stöðugt krafist þess að sjá meira hold, meira kynlíf.“ Hayek féllst á kröfur Harvey til að kvikmyndin yrði framleidd. „Ég mætti á tökustað daginn sem stóð til að taka upp atriðið sem ég taldi að myndi bjarga myndinni,“ segir Hayek. „Og í fyrsta og síðasta skiptið á mínum ferli fékk ég taugaáfall: líkami minn skalf óstjórnlega, ég varð andstutt og ég fór að gráta og gráta, gat ekki hætt, eins og ég væri að kasta upp tárum.“ Þakklát þeim sem hlusta Að lokum var Frida tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal var Hayek tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún segir að jafnvel eftir að myndin var komin út varð hún dauðhrædd við að sjá Weinstein. „Þar til það er jafnrétti í okkar bransa, og konur og karlar eru metnir að sömu verðleikum að öllu leiti, mun samfélag okkar halda áfram að vera gróðastía fyrir ofbeldismenn,“ skrifar Hayek. „Ég er þakklát fyrir alla sem hlusta á reynslusögur okkar. Ég vona að með því að bæta minni rödd í kór þeirra sem loksins eru að rjúfa þögnina mun það varpa ljósi á hvers vegna það er svo erfitt og hvers vegna svo margar okkar hafa beðið svo lengi.“ Fjöldi kvenna hefur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi síðustu mánuði. Weinstein neitar öllum ásökunum.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
„Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12