Erlent

Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki

Frá blaðamannafundi flokkanna í dag.
Frá blaðamannafundi flokkanna í dag. Vísir/EPA
Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstarf, um tveimur mánuðum eftir kosningar þar í landi þar sem Þjóðarflokkurinn var stærsti flokkurinn án þess að ná ghreinum meirihluta.

Sebastian Kurz, formaður Þjóðarflokksins, er einungis 31 árs gamall og stefnir allt í að hann verði yngsti þjóðarleiðtogi Evrópu.

Þá verður Austurríki eina land Vestur-Evrópu með ríkisstjórn svo langt til hægri. Flokkarnir tveir voru áður saman í ríkisstjórn á árunum 2000 til 2005.

Kurz hefur varað við að hver sú ríkisstjórn sem mynduð verði undir hans stjórn verði jákvæð í garð Evrópusambandsins og Evrópusamvinnunnar. Frelsisflokkurinn hefur lengi gagnrýnt ESB og er á móti straumi innflytjenda til landsins.

Þjóðarflokkurinn og Jafnaðarmenn höfðu starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2007, en samstarfinu var slitið í vor og var í kjölfarið ákveðið að boða til kosninga.


Tengdar fréttir

Útgönguspár benda til sigurs hjá flokki Kurz

Austurríkismenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu til þings og lauk atkvæðagreiðslu nú klukkan fimm. Útgönguspár sýna að flokkur Sebastian Kurz, Kristilegir demókratar, mælast með mest fylgi eða 30,2 prósent atkvæða.

Vann með þjóðernishyggju að vopni

Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×