Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2017 22:13 Fjöldi ásakana um kynferðisofbeldi og áreitni hafa komið fram í garð Harvey Weinstein undanfarna mánuði. Vísir/AFP Zelda Perkins, fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, vill að breskum lögum verði breytt eftir að þau komu í veg fyrir að hún greindi frá því að hann hefði reynt að nauðga samstarfskonu hennar fyrir tæpum tuttugu árum. Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Perkins hætti hjá Miramax-kvikmyndaveri Weinstein í Bretlandi á 10. áratugnum í kjölfar þess að samstarfskona sakaði hann um nauðgun. Weinstein neitaði því. Perkins segir breska ríkisútvarpinu BBC að hún hafi viljað segja frá framferði Weinstein en lögfræðingar hafi sagt að hún hefði enga möguleika á því. Reyndi að nauðga yngri samstarfskonu í vinnuferð erlendisÍ kjölfarið skrifaði hún undir samkomulag um þagmælsku. Perkins segir nú að það hafi verið löglegt en siðlaust. Hún vill að breskum lögum um slík samkomulag verði breytt. Lögin geri nú valdamiklu fólki kleift að fela kynferðisárásir og áreitni. Sjálf segir hún að Weinstein hafi ógnað henni „tilfinningalega og sálfræðilega“ í þau þrjú ár sem hún vann fyrir hann. Hann hafi þó aldrei hótað henni líkamlega. Það hafi verið í ferð erlendis sem yngri samstarfskona hafi leitað til hennar í uppnámi og sagt að Weinstein hefði reynt að nauðga sér. Perkins segir að hún hafi talið sér skylt að bregðast við. Samstarfskonan hafi verið í áfalli og óttast afleiðingarnar fyrir sig. Lögfræðingar sem þær höfðu samband við hafi eindregið ráðlagt þeim að fara ekki lengra með málið enda hefðu þær úr litlu að moða þar sem þær hefðu ekki leitað til lögreglunnar í landinu þar sem árásin átti sér stað. Skjalið „rjúkandi byssa“Í staðinn var þeim ráðlagt að stefna Weinstein sjálfar. Þær umleitanir enduðu með því að Perkins skrifaði undir leynilegt samkomulag um þagmælsku. Svo leynilegt var það að Perkins mátti ekki eiga skriflegt afrit af því heldur aðeins skoða það undir eftirliti. Henni voru greiddir 125.000 dollarar sem hún telur hafa verið fyrir þögn sína. Hún hefur þagað í nítján ár um málið. Perkins telur að samkomulagið hafi verið svo leynilegt vegna þess að í því er að finna ákvæði um að Weinstein leiti sér hjálpar. Skjalið sé í reynd „rjúkandi byssa“. „Ef þú ert með samkomulag sem einhver hefur skrifað undir sem segir að hann fari í meðferð, að hann verði rekinn frá eigin fyrirtæki ef einhver annar setur fram ásökun í kjölfarið, að það verði að setja mannauðsstefnu um kynferðisáreitni hjá fyrirtækinu, þá er nokkuð ljóst að eitthvað er að,“ segir Perkins við BBC. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Zelda Perkins, fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, vill að breskum lögum verði breytt eftir að þau komu í veg fyrir að hún greindi frá því að hann hefði reynt að nauðga samstarfskonu hennar fyrir tæpum tuttugu árum. Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Perkins hætti hjá Miramax-kvikmyndaveri Weinstein í Bretlandi á 10. áratugnum í kjölfar þess að samstarfskona sakaði hann um nauðgun. Weinstein neitaði því. Perkins segir breska ríkisútvarpinu BBC að hún hafi viljað segja frá framferði Weinstein en lögfræðingar hafi sagt að hún hefði enga möguleika á því. Reyndi að nauðga yngri samstarfskonu í vinnuferð erlendisÍ kjölfarið skrifaði hún undir samkomulag um þagmælsku. Perkins segir nú að það hafi verið löglegt en siðlaust. Hún vill að breskum lögum um slík samkomulag verði breytt. Lögin geri nú valdamiklu fólki kleift að fela kynferðisárásir og áreitni. Sjálf segir hún að Weinstein hafi ógnað henni „tilfinningalega og sálfræðilega“ í þau þrjú ár sem hún vann fyrir hann. Hann hafi þó aldrei hótað henni líkamlega. Það hafi verið í ferð erlendis sem yngri samstarfskona hafi leitað til hennar í uppnámi og sagt að Weinstein hefði reynt að nauðga sér. Perkins segir að hún hafi talið sér skylt að bregðast við. Samstarfskonan hafi verið í áfalli og óttast afleiðingarnar fyrir sig. Lögfræðingar sem þær höfðu samband við hafi eindregið ráðlagt þeim að fara ekki lengra með málið enda hefðu þær úr litlu að moða þar sem þær hefðu ekki leitað til lögreglunnar í landinu þar sem árásin átti sér stað. Skjalið „rjúkandi byssa“Í staðinn var þeim ráðlagt að stefna Weinstein sjálfar. Þær umleitanir enduðu með því að Perkins skrifaði undir leynilegt samkomulag um þagmælsku. Svo leynilegt var það að Perkins mátti ekki eiga skriflegt afrit af því heldur aðeins skoða það undir eftirliti. Henni voru greiddir 125.000 dollarar sem hún telur hafa verið fyrir þögn sína. Hún hefur þagað í nítján ár um málið. Perkins telur að samkomulagið hafi verið svo leynilegt vegna þess að í því er að finna ákvæði um að Weinstein leiti sér hjálpar. Skjalið sé í reynd „rjúkandi byssa“. „Ef þú ert með samkomulag sem einhver hefur skrifað undir sem segir að hann fari í meðferð, að hann verði rekinn frá eigin fyrirtæki ef einhver annar setur fram ásökun í kjölfarið, að það verði að setja mannauðsstefnu um kynferðisáreitni hjá fyrirtækinu, þá er nokkuð ljóst að eitthvað er að,“ segir Perkins við BBC.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira