Enski boltinn

Átta leikir í enska - Stórleikur á Emirates │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fimmtánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar rúllar af stað í dag með átta leikjum.

Stórleikur umferðarinnar er viðureign Arsenal og Manchester United sem fram fer á Emirates vellinum í London klukkan 17:30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Hádegisleikur dagsins verður viðureign Englandsmeistara Chelsea og Newcastle á Stamford Bridge. Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar, en Newcastle í því 12. Þessi leikur verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Klukkan 15:00 hefjast sex leikir. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fá Huddersfield í heimsókn í fyrstu viðureign liðsins undir stjórn Sam Allardyce.

Jóhann Berg Guðmundsson fer með liði sínu Burnley til Leicester, Stoke fær Swansea í heimsókn, West Bromwich Albion mætir Crystal Palace, Tottenham fer til Watford og þá fá nýliðar Brighton Liverpool í heimsókn, en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×