Enski boltinn

Enn sat Birkir á bekknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir fær lítinn spilatíma hjá Villa
Birkir fær lítinn spilatíma hjá Villa vísir/getty
Birkir Bjarnason þurfti að horfa af bekknum á lið sitt gera 1-1 jafntefli við Leeds í ensku 1. deildinni í fótbolta.

Heimamenn í Leeds tóku forystuna á 19. mínútu með marki frá Pontus Jansson. Markið kom upp úr hornspyrnu frá Pablo Hernandez og var óverjandi fyrir Sam Johnstone í marki Villa.

Henri Lansbury gerði lokamínúturnar spennandi er hann jafnaði fyrir Villa á 71. mínútu.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahóp Cardiff sem mætti Norwich. Aron Einar hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað fyrir lið sitt að undanförnu.

Sjá einnig:Aron Einar vill fara frá Cardiff

Norwich komst yfir rétt undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Marco Stiepermann. Heimamenn komu þó sterkir til baka úr leikhléi og jöfnuðu metin strax á 49 mínútu úr vítaspyrnu.

Junior Hoilett bætti svo við öðru marki Cardiff og kom þeim í forystu á 63. mínútu. Á 77. mínútu fékk Cardiff sína aðra vítaspyrnu í leiknum, en Joe Ralls lét verja frá sér spyrnuna.

Það kom þó ekki að sök því Omar Bogle kom Cardiff í 3-1 á 80. mínutu og tryggði sigur velska liðsins.

Með sigrinum minnkaði Cardiff forskot Wolves á toppi deildarinnar niður í eitt stig, en Úlfarnir eiga leik inni gegn Birmingham á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×