Enski boltinn

Hazard arftaki Ronaldo og Messi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eden Hazard er frábær þegar hann er í stuði
Eden Hazard er frábær þegar hann er í stuði Vísir/Getty
Sparksérfræðingurinn Graeme Souness sagði Eden Hazard verða arftaka Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Belginn skoraði tvö af mörkum Chelsea í 3-1 sigrinum á Newcastle í dag, en hann átti alls níu skot að marki.

„Þegar þú hugsar um leikmenn sem geta tekið kórónuna af þessum tveimur bestu, Messi og Ronaldo, þá kemur Hazard upp í hugann. Hann er það góður,“ sagði Souness.

„Hann á bestu árin eftir. Það eina sem ég hef út á hann að setja er stöðugleiki. En þegar hann er í réttu skapi þá er ómögulegt að eiga við hann.“

„Það er hægt að leggja fyrir hann allar gildrur og hindranir, en eins og allir frábærir leikmenn þá finnur hann lausn á þeim,“ sagði Graeme Souness.


Tengdar fréttir

Hazard skoraði tvö í sigri Chelsea

Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag en fyrsti leikur dagsins fór fram á Stamford Bridge en þar mættust Chelsea og Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×