Enski boltinn

Nær City aftur átta stiga forystu? │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fimmtánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu klárast í dag með tveimur leikjum.

Bournemouth tekur á móti Southampton í suðurstrandarslag klukkan 13:30. Bournemouth er í 16. sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Southampton er um miðja deild, í 12. sæti með 16 stig.

Umferðinni lýkur svo á viðureign Manchester City og West Ham á Etihad. City verður að vinna til að viðhalda átta stiga forskoti sínu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og að þeim loknum tekur Messan við með Guðmundi Benediktssyni og félögum þar sem umferðin verður gerð upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×