Enski boltinn

Mourinho um Lacazette: Ótrúlegur bati

Dagur Lárusson skrifar
Alexandre Lacazette var óvænt með í leiknum í gær.
Alexandre Lacazette var óvænt með í leiknum í gær. vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, var að vonum ánægður eftir sigur sinna manna gegn Arsenal í gær en leikurinn fór 3-1 þar sem að Jesse Lingard skoraði tvö mörk og Antonio Valencia skoraði 1.

Mourinho hefur oft á tíðum sagt skemmtilega hluti á blaðamannafundum eftir leik og var blaðamannafundurinn í gær enginn undantekning en þá talaði hann kaldhæðnislega um ótrúlegan bata Alexandre Lacazette en hann átti ekki geta spilað þennan leik vegna meiðsla en Arsene Wenger greindi frá því á föstudaginn.

„Það að hafa náð að spila Matic í þessum leik eftir að ég sagði að hann gæti kannski spilað fannst mér ótrúlegt. En það sem Arsenal gerði var að spila leikmanni sem átti alls ekki að geta spilað þennan leik, það var ennþá ótrúlegra.“

„Læknateymi beggja liða eiga hrós skilið, þau hafa greinilega staðið sig vel.“

Mourinho og lærisveinar hans munu eflaust fylgjast með gangi mála hjá Manchester City í dag sem tekur á móti West Ham en með sigri kemst City aftur í átta stigum á undan nágrönnum sínum frá Manchester.


Tengdar fréttir

Mourinho: De Gea bestur í heimi

David de Gea var maður leiksins þegar Manchester United vann Arsenal 1-3 á Emirates í gær, en Arsenal átti 33 skot í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×