Enski boltinn

Mourinho: De Gea bestur í heimi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Spánverjinn de Gea er talinn einn af betri markvörðum heims.
Spánverjinn de Gea er talinn einn af betri markvörðum heims. Vísir/Getty
David de Gea var maður leiksins þegar Manchester United vann Arsenal 1-3 á Emirates í gær, en Arsenal átti 33 skot í leiknum.

Spánverjinn er af mörgum talinn besti markvörður í heimi, og knattspyrnustjóri hans, Jose Mourinho, tók undir það eftir leikinn.

„Ég sagði við hann eftir leikinn að það sem ég sá í dag var besti markmaður í heimi,“ sagði Mourinho.

Leikurinn stóð undir nafni sem stórleikur umferðarinnar og var frábær skemmtun.

„Þetta var ótrúlegur leikur. Ég elskaði að sjá hvernig liðið mitt spilaði og barðist. Arsenal spilaði líka frábærlega og kom okkur oft í vandræði. Við eigum öll hrós skilin.“

Paul Pogba fékk að líta rauða spjaldið í leiknum, og er því í leikbanni í grannaslagnum gegn City um næstu helgi. Mourinho vildi ekki tjá sig um spjaldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×