Enski boltinn

Koeman hafnaði tilboðum frá nokkrum liðum

Dagur Lárusson skrifar
Ronald Koeman
Ronald Koeman vísir/getty
Ronald Koeman, fyrrum stjóri Everton, segist hafa hafnað nokkrum tilboðum um það að snúa til baka í ensku deildina en hann segir ástæðuna vera að hann vilji jafna sig á vonbrigðunum á að hafa verið rekinn.

Ronald Koeman var rekinn frá Everton fyrir rúmum mánuði en liðið hafði ekki verið að spila vel undr hans stjórn á þessu tímabili.

„Þú veist að þegar úrslitin eru ekki góð og ekki í samræmi við væntingar þá veistu sem stjóri að aðrir einstaklingar geta tekið ákvarðanir sem þig varðar en samt sem áður kom þetta mér mikið á óvart.“

„Ég var byrjaður að byggja upp lið hjá Everton og ég hefði viljað klára þá vegðferð sem við vorum komnir á á góðan máta. Þess vegna er þetta líklega mín stærstu vonbrigði á ferlinum, ég verð að vera hreinskilinn með það.“

„Ég verð að losna við þessar vonbrigðistilfinningar áður en ég tek við öðru starfi. Ég var með nokkur tilboð á síðustu vikum en ég ákvað að afþakka þau útaf þessari ástæðu, ég verð að losna við þessar tilfinningar fyrst.“

Koeman var orðaður við stjórastöðurnar hjá Leicester, West Brom og West Ham á síðustu vikum en nú eru öll þessi lið komin með nýja stjóra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×