Enski boltinn

Slutsky látinn fara frá Hull

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Slutsky hafði áður stjórnað CSKA Moskvu og rússneska landsliðinu
Slutsky hafði áður stjórnað CSKA Moskvu og rússneska landsliðinu Vísir/Getty
Leonid Slutsky hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri Hull City í ensku 1. deildinni í knattspyrnu.

Slutsky tók við liði Hull í júní eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur farið afar illa af stað í Championship deildinni og aðeins unnið fjóra leiki það sem af er tímabilinu.

Eftir 2-2 jafntefli gegn Sheffield Wednesday um helgina er liðið í 20. sæti, aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Slutsky varð fyrsti Rússinn til þess að stýra liði í enska boltanum, að undanskildri ensku úrvalsdeildinni.

Í yfirlýsingu frá félaginu sagði að Slutsky hefði látið af störfum eftir sameiginlega ákvörðun félagsins og stjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×