Stóri Sam fær íþróttasálfræðing til að hjálpa Gylfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. desember 2017 07:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, telur að Gylfi Þór Sigurðsson hafi átt erfitt með að ráða við pressuna sem fylgir því að spila fyrir Everton og ætlar að fá íþróttasálfræðing til að hjálpa íslenska landsliðsmanninum að komast í gegnum sína erfiðleika sem og aðra leikmenn liðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian þar sem Allardyce tjáir sig um málin en Gylfi varð dýrasti leikmaður Everton í sumar þegar að félagið keypti hann frá Swansea fyrir 45 milljónir punda. Hann skoraði aðeins sitt þriðja mark fyrir Everton um helgina þegar að Stóri Sam hóf ferilinn á Goodison Park með sigri en Gylfi fór á kostum með Swansea áður en hann var keyptur yfir. Allardyce telur að Gylfi hafi lent á smá vegg þegar að hann var gerður að dýrasta leikmanni félagsins en hlutirnir gengu heldur ekki alveg upp hjá Gylfa þegar að hann var keyptur til Tottenham á sínum tíma. „Everton er stórt félag. Ég er ekki að gera lítið úr Swansea en nú er hann að spila á stærra sviði þannig menn verða að vera sterkari andlega og skila sínu inn á vellinum. Það eru gerðar meiri kröfur á leikmenn Everton,“ segir Allardyce. „Gylfi kom svo seint út af þessari sögu um hvort að Swansea myndi láta hann fara eða ekki. Hann var ekkert að æfa með aðalliðinu á þessum tíma þannig hann var eftir á í undirbúningi.“ Allardyce hefur alltaf verið duglegur að nýta sér sérþekkingu annarra til að hjálpa sér að ná árangri og nú ætlar hann að leita til íþróttasálfræðings vegna slæmrar byrjunar Everton-liðsins. „Ég ætla að reyna að finna íþróttasálfræðing því ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir liðið. Ef menn eru með hausinn í lagi þá geta þeir staðið sig inn á vellinum,“ segir Sam Allardyce. Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam ánægður með mark „Guðna“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton sem sigraði Huddersfield 2-0 í fyrsta leik Sam Allardyce með félagið. 2. desember 2017 20:00 Sjáðu mark Gylfa, ótrúleg tilþrif De Gea og mörkin fimm hjá Liverpool Það var stór dagur í ensku úrvalsdeildinni í gær. 3. desember 2017 10:30 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, telur að Gylfi Þór Sigurðsson hafi átt erfitt með að ráða við pressuna sem fylgir því að spila fyrir Everton og ætlar að fá íþróttasálfræðing til að hjálpa íslenska landsliðsmanninum að komast í gegnum sína erfiðleika sem og aðra leikmenn liðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian þar sem Allardyce tjáir sig um málin en Gylfi varð dýrasti leikmaður Everton í sumar þegar að félagið keypti hann frá Swansea fyrir 45 milljónir punda. Hann skoraði aðeins sitt þriðja mark fyrir Everton um helgina þegar að Stóri Sam hóf ferilinn á Goodison Park með sigri en Gylfi fór á kostum með Swansea áður en hann var keyptur yfir. Allardyce telur að Gylfi hafi lent á smá vegg þegar að hann var gerður að dýrasta leikmanni félagsins en hlutirnir gengu heldur ekki alveg upp hjá Gylfa þegar að hann var keyptur til Tottenham á sínum tíma. „Everton er stórt félag. Ég er ekki að gera lítið úr Swansea en nú er hann að spila á stærra sviði þannig menn verða að vera sterkari andlega og skila sínu inn á vellinum. Það eru gerðar meiri kröfur á leikmenn Everton,“ segir Allardyce. „Gylfi kom svo seint út af þessari sögu um hvort að Swansea myndi láta hann fara eða ekki. Hann var ekkert að æfa með aðalliðinu á þessum tíma þannig hann var eftir á í undirbúningi.“ Allardyce hefur alltaf verið duglegur að nýta sér sérþekkingu annarra til að hjálpa sér að ná árangri og nú ætlar hann að leita til íþróttasálfræðings vegna slæmrar byrjunar Everton-liðsins. „Ég ætla að reyna að finna íþróttasálfræðing því ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir liðið. Ef menn eru með hausinn í lagi þá geta þeir staðið sig inn á vellinum,“ segir Sam Allardyce.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam ánægður með mark „Guðna“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton sem sigraði Huddersfield 2-0 í fyrsta leik Sam Allardyce með félagið. 2. desember 2017 20:00 Sjáðu mark Gylfa, ótrúleg tilþrif De Gea og mörkin fimm hjá Liverpool Það var stór dagur í ensku úrvalsdeildinni í gær. 3. desember 2017 10:30 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Stóri Sam ánægður með mark „Guðna“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton sem sigraði Huddersfield 2-0 í fyrsta leik Sam Allardyce með félagið. 2. desember 2017 20:00
Sjáðu mark Gylfa, ótrúleg tilþrif De Gea og mörkin fimm hjá Liverpool Það var stór dagur í ensku úrvalsdeildinni í gær. 3. desember 2017 10:30