Stóri Sam fær íþróttasálfræðing til að hjálpa Gylfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. desember 2017 07:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, telur að Gylfi Þór Sigurðsson hafi átt erfitt með að ráða við pressuna sem fylgir því að spila fyrir Everton og ætlar að fá íþróttasálfræðing til að hjálpa íslenska landsliðsmanninum að komast í gegnum sína erfiðleika sem og aðra leikmenn liðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian þar sem Allardyce tjáir sig um málin en Gylfi varð dýrasti leikmaður Everton í sumar þegar að félagið keypti hann frá Swansea fyrir 45 milljónir punda. Hann skoraði aðeins sitt þriðja mark fyrir Everton um helgina þegar að Stóri Sam hóf ferilinn á Goodison Park með sigri en Gylfi fór á kostum með Swansea áður en hann var keyptur yfir. Allardyce telur að Gylfi hafi lent á smá vegg þegar að hann var gerður að dýrasta leikmanni félagsins en hlutirnir gengu heldur ekki alveg upp hjá Gylfa þegar að hann var keyptur til Tottenham á sínum tíma. „Everton er stórt félag. Ég er ekki að gera lítið úr Swansea en nú er hann að spila á stærra sviði þannig menn verða að vera sterkari andlega og skila sínu inn á vellinum. Það eru gerðar meiri kröfur á leikmenn Everton,“ segir Allardyce. „Gylfi kom svo seint út af þessari sögu um hvort að Swansea myndi láta hann fara eða ekki. Hann var ekkert að æfa með aðalliðinu á þessum tíma þannig hann var eftir á í undirbúningi.“ Allardyce hefur alltaf verið duglegur að nýta sér sérþekkingu annarra til að hjálpa sér að ná árangri og nú ætlar hann að leita til íþróttasálfræðings vegna slæmrar byrjunar Everton-liðsins. „Ég ætla að reyna að finna íþróttasálfræðing því ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir liðið. Ef menn eru með hausinn í lagi þá geta þeir staðið sig inn á vellinum,“ segir Sam Allardyce. Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam ánægður með mark „Guðna“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton sem sigraði Huddersfield 2-0 í fyrsta leik Sam Allardyce með félagið. 2. desember 2017 20:00 Sjáðu mark Gylfa, ótrúleg tilþrif De Gea og mörkin fimm hjá Liverpool Það var stór dagur í ensku úrvalsdeildinni í gær. 3. desember 2017 10:30 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, telur að Gylfi Þór Sigurðsson hafi átt erfitt með að ráða við pressuna sem fylgir því að spila fyrir Everton og ætlar að fá íþróttasálfræðing til að hjálpa íslenska landsliðsmanninum að komast í gegnum sína erfiðleika sem og aðra leikmenn liðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian þar sem Allardyce tjáir sig um málin en Gylfi varð dýrasti leikmaður Everton í sumar þegar að félagið keypti hann frá Swansea fyrir 45 milljónir punda. Hann skoraði aðeins sitt þriðja mark fyrir Everton um helgina þegar að Stóri Sam hóf ferilinn á Goodison Park með sigri en Gylfi fór á kostum með Swansea áður en hann var keyptur yfir. Allardyce telur að Gylfi hafi lent á smá vegg þegar að hann var gerður að dýrasta leikmanni félagsins en hlutirnir gengu heldur ekki alveg upp hjá Gylfa þegar að hann var keyptur til Tottenham á sínum tíma. „Everton er stórt félag. Ég er ekki að gera lítið úr Swansea en nú er hann að spila á stærra sviði þannig menn verða að vera sterkari andlega og skila sínu inn á vellinum. Það eru gerðar meiri kröfur á leikmenn Everton,“ segir Allardyce. „Gylfi kom svo seint út af þessari sögu um hvort að Swansea myndi láta hann fara eða ekki. Hann var ekkert að æfa með aðalliðinu á þessum tíma þannig hann var eftir á í undirbúningi.“ Allardyce hefur alltaf verið duglegur að nýta sér sérþekkingu annarra til að hjálpa sér að ná árangri og nú ætlar hann að leita til íþróttasálfræðings vegna slæmrar byrjunar Everton-liðsins. „Ég ætla að reyna að finna íþróttasálfræðing því ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir liðið. Ef menn eru með hausinn í lagi þá geta þeir staðið sig inn á vellinum,“ segir Sam Allardyce.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam ánægður með mark „Guðna“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton sem sigraði Huddersfield 2-0 í fyrsta leik Sam Allardyce með félagið. 2. desember 2017 20:00 Sjáðu mark Gylfa, ótrúleg tilþrif De Gea og mörkin fimm hjá Liverpool Það var stór dagur í ensku úrvalsdeildinni í gær. 3. desember 2017 10:30 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Stóri Sam ánægður með mark „Guðna“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton sem sigraði Huddersfield 2-0 í fyrsta leik Sam Allardyce með félagið. 2. desember 2017 20:00
Sjáðu mark Gylfa, ótrúleg tilþrif De Gea og mörkin fimm hjá Liverpool Það var stór dagur í ensku úrvalsdeildinni í gær. 3. desember 2017 10:30