Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 09:42 Flynn á landsfundi repúblikana í fyrra þar sem hann leiddi viðstadda í að hrópa slagorð um að fangelsa Hillary Clinton. Nú er það hins vegar Flynn sem gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist. Vísir/AFP Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, sagði fyrrverandi viðskiptafélaga sínum að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ um leið og Trump tæki við völdum. Þetta fullyrðir vitni sem hefur rætt við þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Vitnið segir að Flynn hafi sent viðskiptafélaganum textaskilaboð á sama tíma og Trump var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í janúar. Áform um að reisa kjarnorkuver í Mið-Austurlöndum í samstarfi við rússneska aðila gætu því haldið áfram. Refsiaðgerðirnar höfðu verið Þrándur í Götu áformanna. Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafði beitt Rússa refsiaðgerðum, fyrst fyrir innlimun þeirra á Krímskaga og síðan vegna afskipta þeirra af kosningunum. Washington Post segir að framburður vitnisins bendi til þess að ríkisstjórn Trump hafi ætlað að aflétta refsiaðgerðunum. Bandaríkjaþing samþykkti hins vegar frekari refsiaðgerðir í ágúst.„Þetta á eftir að búa til mikið af ríku fólki“Vitnið segir að Alex Copson, fyrrverandi viðskiptafélagi Flynn, hafi sýnt sér skilaboðin frá Flynn sem var þá uppi á sviðinu þar sem Trump var að halda jómfrúarræðu sína sem forseti. „Mike er að undirbúa allt fyrir okkur. Þetta á eftir að búa til mikið af mjög ríku fólki,“ segir vitnið að Copson hafi sagt við sig. Vitninu hafi þótt samtalið afar óþægilegt og skrifaði því hjá sér punkta um samtalið. Flynn starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki Copson. Hann tók meðal annars þátt í áætlununum um kjarnorkuverin í Mið-Austurlöndum, að hluta til á sama tíma og hann var háttsettur ráðgjafi Trump. Flynn greindi hins vegar ekki strax frá tengslum sínum við fyrirtæki Copson og rágjafastörfum fyrir erlenda aðila. Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrverandi játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra í síðustu viku. Þá kom fram að hann vinnur með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, sagði fyrrverandi viðskiptafélaga sínum að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ um leið og Trump tæki við völdum. Þetta fullyrðir vitni sem hefur rætt við þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Vitnið segir að Flynn hafi sent viðskiptafélaganum textaskilaboð á sama tíma og Trump var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í janúar. Áform um að reisa kjarnorkuver í Mið-Austurlöndum í samstarfi við rússneska aðila gætu því haldið áfram. Refsiaðgerðirnar höfðu verið Þrándur í Götu áformanna. Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafði beitt Rússa refsiaðgerðum, fyrst fyrir innlimun þeirra á Krímskaga og síðan vegna afskipta þeirra af kosningunum. Washington Post segir að framburður vitnisins bendi til þess að ríkisstjórn Trump hafi ætlað að aflétta refsiaðgerðunum. Bandaríkjaþing samþykkti hins vegar frekari refsiaðgerðir í ágúst.„Þetta á eftir að búa til mikið af ríku fólki“Vitnið segir að Alex Copson, fyrrverandi viðskiptafélagi Flynn, hafi sýnt sér skilaboðin frá Flynn sem var þá uppi á sviðinu þar sem Trump var að halda jómfrúarræðu sína sem forseti. „Mike er að undirbúa allt fyrir okkur. Þetta á eftir að búa til mikið af mjög ríku fólki,“ segir vitnið að Copson hafi sagt við sig. Vitninu hafi þótt samtalið afar óþægilegt og skrifaði því hjá sér punkta um samtalið. Flynn starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki Copson. Hann tók meðal annars þátt í áætlununum um kjarnorkuverin í Mið-Austurlöndum, að hluta til á sama tíma og hann var háttsettur ráðgjafi Trump. Flynn greindi hins vegar ekki strax frá tengslum sínum við fyrirtæki Copson og rágjafastörfum fyrir erlenda aðila. Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrverandi játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra í síðustu viku. Þá kom fram að hann vinnur með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51
Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30