Tímabilið er undir í Manchester slagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Lið fjandvinanna José Mourinho og Peps Guardiola mætast á Old Trafford í stærsta leik tímabilsins til þessa. Guardiola hefur haft betur í fleiri innbyrðisleikjum þeirra hingað til. Vísir/Getty Fótbolti Þótt það sé bara komið fram í 16. umferð er ekki hægt að vanmeta mikilvægi Manchester-slagsins. Tímabilið er hreinlega undir hjá Manchester United. Lærisveinar Jose Mourinho verða að vinna til að halda lífi í titilvonum sínum. Ef Manchester City vinnur á Old Trafford nær liðið 11 stiga forskoti. Það eru til dæmi um lið sem hafa tapað niður álíka miklu forskoti en ekkert þeirra var eins sterkt og City-liðið er í dag. Eftir að hafa rúllað yfir hvert liðið á fætur öðru hefur City þurft að hafa aðeins meira fyrir hlutunum í síðustu þremur deildarleikjum sem enduðu allir 2-1, Manchester-liðinu í vil. Öll þrjú sigurmörkin komu á 83. mínútu eða síðar.Stærðarmunur.Vísir/GettyMikill sóknarþungi Þótt sigrarnir hafi verið naumari en fyrr á tímabilinu hefur City verið miklu sterkari aðilinn í þessum leikjum. Í síðustu þremur leikjum hefur City t.a.m. átt samtals 64 skot að marki andstæðinganna. Strákarnir hans Peps Guardiola sækja, sækja og sækja meira og á endanum ber pressan árangur. En ef eitthvert lið getur haldið City-sókninni í skefjum er það United sem hefur á að skipa bestu vörn og besta markverði deildarinnar. United hefur aðeins fengið á sig níu mörk og haldið níu sinnum hreinu í 15 deildarleikjum í vetur. Það veikir United þó mikið að Paul Pogba er í leikbanni og má ekki spila á morgun.Ósigrandi á heimavelli Old Trafford hefur verið óvinnandi vígi undanfarna mánuði. United jafnaði félagsmet þegar liðið vann CSKA Moskvu, 2-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. United hefur nú leikið 40 heimaleiki í röð án þess að tapa. Síðasta tap United á Old Trafford kom einmitt gegn nágrönnunum í City í september í fyrra. Síðan þá hefur United leikið 40 heimaleiki; unnið 29, gert 11 jafntefli, skorað 85 mörk og aðeins fengið á sig 17. Það hefur ekki skipt City-menn neinu máli hvort þeir spila á heima- eða útivelli á þessu tímabili. Þeir vinna alla leiki. City hefur unnið 13 leiki í deildinni í röð og ef liðið vinnur á Old Trafford á morgun jafnar það met Arsenal frá 2002.Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/GettyÁn sigurs á þessari öld Leikur Manchester-liðanna er ekki eini grannaslagurinn á dagskrá á morgun. Klukkan 14.15 verður flautað til leiks í leik Liverpool og Everton á Anfield. Þetta verður fyrsti Bítlaborgarslagurinn sem Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í. Tölfræðin er ekki með Everton í liði en liðið hefur ekki unnið á Anfield á þessari öld. Síðasti sigur Everton á Anfield kom í september 1999. Síðan þá hafa liðin mæst í 17 deildarleikjum á Anfield. Liverpool hefur unnið níu þeirra og átta sinnum hefur orðið jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Fótbolti Þótt það sé bara komið fram í 16. umferð er ekki hægt að vanmeta mikilvægi Manchester-slagsins. Tímabilið er hreinlega undir hjá Manchester United. Lærisveinar Jose Mourinho verða að vinna til að halda lífi í titilvonum sínum. Ef Manchester City vinnur á Old Trafford nær liðið 11 stiga forskoti. Það eru til dæmi um lið sem hafa tapað niður álíka miklu forskoti en ekkert þeirra var eins sterkt og City-liðið er í dag. Eftir að hafa rúllað yfir hvert liðið á fætur öðru hefur City þurft að hafa aðeins meira fyrir hlutunum í síðustu þremur deildarleikjum sem enduðu allir 2-1, Manchester-liðinu í vil. Öll þrjú sigurmörkin komu á 83. mínútu eða síðar.Stærðarmunur.Vísir/GettyMikill sóknarþungi Þótt sigrarnir hafi verið naumari en fyrr á tímabilinu hefur City verið miklu sterkari aðilinn í þessum leikjum. Í síðustu þremur leikjum hefur City t.a.m. átt samtals 64 skot að marki andstæðinganna. Strákarnir hans Peps Guardiola sækja, sækja og sækja meira og á endanum ber pressan árangur. En ef eitthvert lið getur haldið City-sókninni í skefjum er það United sem hefur á að skipa bestu vörn og besta markverði deildarinnar. United hefur aðeins fengið á sig níu mörk og haldið níu sinnum hreinu í 15 deildarleikjum í vetur. Það veikir United þó mikið að Paul Pogba er í leikbanni og má ekki spila á morgun.Ósigrandi á heimavelli Old Trafford hefur verið óvinnandi vígi undanfarna mánuði. United jafnaði félagsmet þegar liðið vann CSKA Moskvu, 2-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. United hefur nú leikið 40 heimaleiki í röð án þess að tapa. Síðasta tap United á Old Trafford kom einmitt gegn nágrönnunum í City í september í fyrra. Síðan þá hefur United leikið 40 heimaleiki; unnið 29, gert 11 jafntefli, skorað 85 mörk og aðeins fengið á sig 17. Það hefur ekki skipt City-menn neinu máli hvort þeir spila á heima- eða útivelli á þessu tímabili. Þeir vinna alla leiki. City hefur unnið 13 leiki í deildinni í röð og ef liðið vinnur á Old Trafford á morgun jafnar það met Arsenal frá 2002.Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/GettyÁn sigurs á þessari öld Leikur Manchester-liðanna er ekki eini grannaslagurinn á dagskrá á morgun. Klukkan 14.15 verður flautað til leiks í leik Liverpool og Everton á Anfield. Þetta verður fyrsti Bítlaborgarslagurinn sem Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í. Tölfræðin er ekki með Everton í liði en liðið hefur ekki unnið á Anfield á þessari öld. Síðasti sigur Everton á Anfield kom í september 1999. Síðan þá hafa liðin mæst í 17 deildarleikjum á Anfield. Liverpool hefur unnið níu þeirra og átta sinnum hefur orðið jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti