Þungbúið og þokusúld Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:55 Íslendingar mega búast við þungbúnu veðri með þokusúld. Loftið yfir landinu í dag er ekki aðeins hlýtt heldur einnig rakt. Íslendingar mega því búast við þungbúnu veðri með þokusúld eða rigningarsudda. Í landáttinni austanlands verður hins vegar þurrt að kalla. Sumir vegir eru væntanlega enn hálir, en hlýindin í dag þýða að hálkulíkur fara ört minnkandi. Að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar hefur hlýr loftmassi færst yfir landið. Enn sem komið er hefur vindur hins vegar ekki náð sér á strik. „Kalda loftið sem réði ríkjum í byrjun vikunnar situr því sums staðar enn eftir, til dæmis er nú í morgunsárið frost í uppsveitum á Suðurlandi og sums staðar á Suðausturlandi. Þetta mun breytast í dag, því allsstaðar mun verða nægur vindur til að blanda hlýja loftmassanum við þann kalda,“ segir veðurfræðingurinn. Vindáttin í dag er suðvestlæg og mesti vindhraðinn verður á Norðvesturlandi, allhvass vindur á þeim slóðum. Einnig getur orðið byljótt í Eyjafirði við þessar aðstæður - „eins og heimamenn þekkja.“ Það mun svo bæta í rigningu á morgun en vindurinn mun haldast svipaður. Gengur síðan í vestan hvassviðri á landinu annað kvöld en það styttir jafnframt upp að mestu. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðvestan 8-15 m/s, en 13-20 um kvöldið, hvassast um landið norðvestanvert. Úrkomulítið austantil, annars rigning eða súld. Dregur úr vætu um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast austast á landinu. Á laugardag:Vestan 13-20 framan af degi, en dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag:Vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið á landinu. Hiti rétt yfir frostmarki við ströndina, en vægt frost inn til landsins. Á mánudag:Vestlæg og síðar norðlæg átt 8-13. Él norðantil á landinu og einnig vestanlands fram yfir hádegi, en úrkomulaust í annars staðar. Kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag:Norðlæg og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig. Veður Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Loftið yfir landinu í dag er ekki aðeins hlýtt heldur einnig rakt. Íslendingar mega því búast við þungbúnu veðri með þokusúld eða rigningarsudda. Í landáttinni austanlands verður hins vegar þurrt að kalla. Sumir vegir eru væntanlega enn hálir, en hlýindin í dag þýða að hálkulíkur fara ört minnkandi. Að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar hefur hlýr loftmassi færst yfir landið. Enn sem komið er hefur vindur hins vegar ekki náð sér á strik. „Kalda loftið sem réði ríkjum í byrjun vikunnar situr því sums staðar enn eftir, til dæmis er nú í morgunsárið frost í uppsveitum á Suðurlandi og sums staðar á Suðausturlandi. Þetta mun breytast í dag, því allsstaðar mun verða nægur vindur til að blanda hlýja loftmassanum við þann kalda,“ segir veðurfræðingurinn. Vindáttin í dag er suðvestlæg og mesti vindhraðinn verður á Norðvesturlandi, allhvass vindur á þeim slóðum. Einnig getur orðið byljótt í Eyjafirði við þessar aðstæður - „eins og heimamenn þekkja.“ Það mun svo bæta í rigningu á morgun en vindurinn mun haldast svipaður. Gengur síðan í vestan hvassviðri á landinu annað kvöld en það styttir jafnframt upp að mestu. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðvestan 8-15 m/s, en 13-20 um kvöldið, hvassast um landið norðvestanvert. Úrkomulítið austantil, annars rigning eða súld. Dregur úr vætu um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast austast á landinu. Á laugardag:Vestan 13-20 framan af degi, en dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag:Vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið á landinu. Hiti rétt yfir frostmarki við ströndina, en vægt frost inn til landsins. Á mánudag:Vestlæg og síðar norðlæg átt 8-13. Él norðantil á landinu og einnig vestanlands fram yfir hádegi, en úrkomulaust í annars staðar. Kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag:Norðlæg og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig.
Veður Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira