Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 23:08 Ásakanirnar um áreiti í garð unglingsstúlkna hefur ekki fælt hörðustu stuðningsmenn Moore frá því að kjósa hann. Vísir/AFP Ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að Hvíta húsið vilji að repúblikani verði kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama til að hann geti hjálpað þeim að samþykkja skattalækkanir þrátt fyrir að eini repúblikaninn sem á raunhæfa möguleika sé sakaður um kynferðislegt athæfi með unglingsstúlkum. Ásakanir nokkurra kvenna um að Roy Moore, frambjóðandi repúblikana í sérstökum kosningum um annað öldungadeildarþingsæta Alabama, hafi elst við þær og haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur hafa umturnað kosningabaráttunni. Alla jafna ættu repúblikanar sigur vísan í Alabama sem er afar íhaldssamt ríki. Moore er hins vegar umdeildur og hafa ásakanirnar gert keppni hans við demókratann Doug Jones hnífjafna. Fann Jones allt til foráttu Nokkrir leiðtogar repúblikana hafa hvatt Moore til að draga sig í hlé vegna ásakananna en hann hefur hafnað því algerlega. Þeir hafa meðal annars velt upp þeim möguleika að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars repúblikana á kjörseðilinn. Slíkt myndi þó líklega aðeins dreifa atkvæðum repúblikana og tryggja demókratanum sigur. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, neitaði að svara því hvort að Hvíta húsið styddi Moore í viðtali við Fox en endurtók aðeins að það vildi fá repúblikana inn á þing. Kellyanne Conway virðist vilja að repúblikanar kjósi mann sem er sakaður um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur til að skattalækkanir flokksins nái fram að ganga.Vísir/AFP „Við viljum atkvæðin í öldungadeildinni til þess að koma þessu skattafrumvarpi í gegn,“ sagði Conway, að því er kemur fram í frétt Reuters. Gagnrýndi hún Jones jafnframt harðlega og sagði að hann myndi aldrei samþykkja skattalækkanir. Repúblikanar reyna nú að samþykkja miklar breytingar á skattkerfinu í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur þess fullyrða að það hækki skatta á millistéttarfólk á sama tíma og það veiti auðugustu Bandaríkjamönnunum skattaafslætti. Moore, sem nú er sjötugur, er meðal annars sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við fjórtán ára stúlku þegar hann var saksóknari á fertugsaldri. Kosið verður um þingsætið 12. desember. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að Hvíta húsið vilji að repúblikani verði kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama til að hann geti hjálpað þeim að samþykkja skattalækkanir þrátt fyrir að eini repúblikaninn sem á raunhæfa möguleika sé sakaður um kynferðislegt athæfi með unglingsstúlkum. Ásakanir nokkurra kvenna um að Roy Moore, frambjóðandi repúblikana í sérstökum kosningum um annað öldungadeildarþingsæta Alabama, hafi elst við þær og haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur hafa umturnað kosningabaráttunni. Alla jafna ættu repúblikanar sigur vísan í Alabama sem er afar íhaldssamt ríki. Moore er hins vegar umdeildur og hafa ásakanirnar gert keppni hans við demókratann Doug Jones hnífjafna. Fann Jones allt til foráttu Nokkrir leiðtogar repúblikana hafa hvatt Moore til að draga sig í hlé vegna ásakananna en hann hefur hafnað því algerlega. Þeir hafa meðal annars velt upp þeim möguleika að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars repúblikana á kjörseðilinn. Slíkt myndi þó líklega aðeins dreifa atkvæðum repúblikana og tryggja demókratanum sigur. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, neitaði að svara því hvort að Hvíta húsið styddi Moore í viðtali við Fox en endurtók aðeins að það vildi fá repúblikana inn á þing. Kellyanne Conway virðist vilja að repúblikanar kjósi mann sem er sakaður um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur til að skattalækkanir flokksins nái fram að ganga.Vísir/AFP „Við viljum atkvæðin í öldungadeildinni til þess að koma þessu skattafrumvarpi í gegn,“ sagði Conway, að því er kemur fram í frétt Reuters. Gagnrýndi hún Jones jafnframt harðlega og sagði að hann myndi aldrei samþykkja skattalækkanir. Repúblikanar reyna nú að samþykkja miklar breytingar á skattkerfinu í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur þess fullyrða að það hækki skatta á millistéttarfólk á sama tíma og það veiti auðugustu Bandaríkjamönnunum skattaafslætti. Moore, sem nú er sjötugur, er meðal annars sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við fjórtán ára stúlku þegar hann var saksóknari á fertugsaldri. Kosið verður um þingsætið 12. desember.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33