Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2017 10:42 Ásakanir um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur virðast hafa skaðað framboð Roy Moore í Alabama þrátt fyrir að hátt í þriðjungur kjósenda séu enn staðfastari í að kjósa hann nú. Vísir/AFP Ný skoðanakönnun sýnir frambjóðanda demókrata með forystu yfir Roy Moore, frambjóðanda repúblikana, fyrir kosningar um öldungadeildarþingsæti í Alabama. Moore hafði verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum en sú nýjasta bendir til þess að ásakanir um samskipti hans við ungar stúlkur hafi áhrif á kjósendur. Fyrirfram var ekki búist við spennandi kosningum um öldungadeildarsætið sem Jeff Sessions skildi eftir autt þegar hann tók við sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Alabama er eitt af íhaldssömustu ríkjum Bandaríkjanna og Trump hafði öruggan sigur þar í forsetakosningunum í fyrra. Forskot Moore var að vísu minna en repúblikanar hefðu vænst en hann er afar umdeildur. Honum var tvisvar vikið frá störfum sem dómari í Alabama síðustu tvo áratugina. Í fyrra skiptið neitaði hann að hlýða dómsúrskurði um að fjarlægja minnisvarða um boðorðin tíu sem hann hafði látið reisa fyrir utan hæstarétt Alabama. Í seinna skiptið neitaði hann að framfylgja dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Kjósa frekar barnaníðing en demókrata Ásakanir nokkurra kvenna um að Moore hefði sóst eftir kynferðislegu sambandi við þær þegar þær voru táningar en hann á fertugsaldri sem Washington Post sagði frá fyrir helgi hafa nú hleypt mikilli spennu í kosningabaráttuna. Könnun JMC Analytics sýnir nú demókratann Doug Jones með 46% fylgi gegn 42% prósentum Moore. Þrátt fyrir að demókratar eygi nú möguleikann á áður ólíklegum sigri í Alabama en baráttunni hvergi nærri lokið. Könnunin sýnir vissulega að 38% líklegra kjósenda eru síður líklegir til að kjósa Moore eftir að ásakanirnar komu. Hún sýnir hins vegar einnig að 29% eru enn ákveðnari í að kjósa repúblikanann en áður. Þó að sumir háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, hafi fordæmt Moore og hvatt hann til að draga sig í hlé hafa flokksbræður hans í Alabama staðið með honum og gert lítið úr ásökunum. Sumir þeirra hafa gengið svo langt að fullyrða að jafnvel þó að Moore hefði gerst sekur um barnaníð myndu þeir frekar greiða honum atkvæði en demókrata. Ein kvennanna sem sakar Moore um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig var fjórtán ára á þeim tíma. After a long pause, Alabama Bibb County Republican chairman Jerry Pow tells me he'd vote for Roy Moore even if Moore did commit a sex crime against a girl. "I would vote for Judge Moore because I wouldn't want to vote for Doug," he says. "I'm not saying I support what he did."— Daniel Dale (@ddale8) November 9, 2017 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir frambjóðanda demókrata með forystu yfir Roy Moore, frambjóðanda repúblikana, fyrir kosningar um öldungadeildarþingsæti í Alabama. Moore hafði verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum en sú nýjasta bendir til þess að ásakanir um samskipti hans við ungar stúlkur hafi áhrif á kjósendur. Fyrirfram var ekki búist við spennandi kosningum um öldungadeildarsætið sem Jeff Sessions skildi eftir autt þegar hann tók við sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Alabama er eitt af íhaldssömustu ríkjum Bandaríkjanna og Trump hafði öruggan sigur þar í forsetakosningunum í fyrra. Forskot Moore var að vísu minna en repúblikanar hefðu vænst en hann er afar umdeildur. Honum var tvisvar vikið frá störfum sem dómari í Alabama síðustu tvo áratugina. Í fyrra skiptið neitaði hann að hlýða dómsúrskurði um að fjarlægja minnisvarða um boðorðin tíu sem hann hafði látið reisa fyrir utan hæstarétt Alabama. Í seinna skiptið neitaði hann að framfylgja dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Kjósa frekar barnaníðing en demókrata Ásakanir nokkurra kvenna um að Moore hefði sóst eftir kynferðislegu sambandi við þær þegar þær voru táningar en hann á fertugsaldri sem Washington Post sagði frá fyrir helgi hafa nú hleypt mikilli spennu í kosningabaráttuna. Könnun JMC Analytics sýnir nú demókratann Doug Jones með 46% fylgi gegn 42% prósentum Moore. Þrátt fyrir að demókratar eygi nú möguleikann á áður ólíklegum sigri í Alabama en baráttunni hvergi nærri lokið. Könnunin sýnir vissulega að 38% líklegra kjósenda eru síður líklegir til að kjósa Moore eftir að ásakanirnar komu. Hún sýnir hins vegar einnig að 29% eru enn ákveðnari í að kjósa repúblikanann en áður. Þó að sumir háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, hafi fordæmt Moore og hvatt hann til að draga sig í hlé hafa flokksbræður hans í Alabama staðið með honum og gert lítið úr ásökunum. Sumir þeirra hafa gengið svo langt að fullyrða að jafnvel þó að Moore hefði gerst sekur um barnaníð myndu þeir frekar greiða honum atkvæði en demókrata. Ein kvennanna sem sakar Moore um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig var fjórtán ára á þeim tíma. After a long pause, Alabama Bibb County Republican chairman Jerry Pow tells me he'd vote for Roy Moore even if Moore did commit a sex crime against a girl. "I would vote for Judge Moore because I wouldn't want to vote for Doug," he says. "I'm not saying I support what he did."— Daniel Dale (@ddale8) November 9, 2017
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15