Mnangagwa lofar að þjóna öllum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Emmerson Mnangagwa, nýr forseti Simbabve. Nordicphotos/AFP Emmerson Mnangagwa var settur í embætti forseta Simbabve í gær. Tók hann þar með formlega við af Robert Mugabe sem sagði af sér fyrr í vikunni eftir að herinn hneppti hann í stofufangelsi og tók völdin í landinu. Mugabe hafði ríkt alla lýðveldissögu ríkisins. Hinn nýi forseti sagði í innsetningarræðu sinni að hann liti á Mugabe sem læriföður sinn. Mnangagwa hafði verið varaforseti Simbabve þar til Mugabe rak hann úr embætti á dögunum, líklegast til þess að styrkja stöðu forsetafrúarinnar Grace Mugabe í baráttunni um forsetastólinn. Lofaði Mnangagwa Mugabe í bak og fyrir í ræðunni þrátt fyrir það. „Hann leiddi okkur í sjálfstæðisbaráttunni og axlaði ábyrgð á afar erfiðum tímum. Fyrir mér er hann eins og faðir, lærifaðir, félagi og leiðtogi.“ Þá lofaði hann að verða forseti allra Simbabvemanna. „Ég verð að þjóna öllum ríkisborgurum, burtséð frá litarhætti, trú, ættbálki eða skoðunum.“ Mnangagwa, oft kallaður „krókódíllinn“ vegna miskunnarleysis og kænsku, er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að stjórnmálum. Hann hefur verið í ríkisstjórn eða á þingi í 37 ár, allt frá því Simbabve varð lýðveldi. Í umfjöllun BBC er Mnangagwa sagður tengjast verstu ódæðisverkum Mugabe-stjórnarinnar. Fór hann meðal annars fyrir njósnadeild ríkisstjórnarinnar á níunda áratugnum og átti sinn þátt í að þúsundir almennra borgara voru drepnar. Hann hefur þó sjálfur neitað þeim ásökunum og sagt herinn einan hafa staðið að árásunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum. 22. nóvember 2017 07:00 Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15 Lofar nýjum störfum í nýju lýðræðisríki Næsti forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, lofar nýjum störfum í Simbabve sem verður nýtt lýðræðisríki undir hans stjórn. 22. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Emmerson Mnangagwa var settur í embætti forseta Simbabve í gær. Tók hann þar með formlega við af Robert Mugabe sem sagði af sér fyrr í vikunni eftir að herinn hneppti hann í stofufangelsi og tók völdin í landinu. Mugabe hafði ríkt alla lýðveldissögu ríkisins. Hinn nýi forseti sagði í innsetningarræðu sinni að hann liti á Mugabe sem læriföður sinn. Mnangagwa hafði verið varaforseti Simbabve þar til Mugabe rak hann úr embætti á dögunum, líklegast til þess að styrkja stöðu forsetafrúarinnar Grace Mugabe í baráttunni um forsetastólinn. Lofaði Mnangagwa Mugabe í bak og fyrir í ræðunni þrátt fyrir það. „Hann leiddi okkur í sjálfstæðisbaráttunni og axlaði ábyrgð á afar erfiðum tímum. Fyrir mér er hann eins og faðir, lærifaðir, félagi og leiðtogi.“ Þá lofaði hann að verða forseti allra Simbabvemanna. „Ég verð að þjóna öllum ríkisborgurum, burtséð frá litarhætti, trú, ættbálki eða skoðunum.“ Mnangagwa, oft kallaður „krókódíllinn“ vegna miskunnarleysis og kænsku, er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að stjórnmálum. Hann hefur verið í ríkisstjórn eða á þingi í 37 ár, allt frá því Simbabve varð lýðveldi. Í umfjöllun BBC er Mnangagwa sagður tengjast verstu ódæðisverkum Mugabe-stjórnarinnar. Fór hann meðal annars fyrir njósnadeild ríkisstjórnarinnar á níunda áratugnum og átti sinn þátt í að þúsundir almennra borgara voru drepnar. Hann hefur þó sjálfur neitað þeim ásökunum og sagt herinn einan hafa staðið að árásunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum. 22. nóvember 2017 07:00 Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15 Lofar nýjum störfum í nýju lýðræðisríki Næsti forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, lofar nýjum störfum í Simbabve sem verður nýtt lýðræðisríki undir hans stjórn. 22. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum. 22. nóvember 2017 07:00
Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15
Lofar nýjum störfum í nýju lýðræðisríki Næsti forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, lofar nýjum störfum í Simbabve sem verður nýtt lýðræðisríki undir hans stjórn. 22. nóvember 2017 23:15