Bernie Sanders kominn í framboðsgír Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Sanders hefur meðal annars verið áberandi í gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana. vísir/afp Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, reynir nú að lagfæra þá veikleika sem komu í veg fyrir að hann tryggði sér útnefningu Demókrata til forsetaframboðs árið 2016. Frá þessu greindi Politico í gær í ítarlegri umfjöllun og segir að ýmislegt bendi til þess að hann hyggi á forsetaframboð árið 2020. Sanders nýtur stuðnings 71 prósents öldungadeildarþingmanna, sem er meiri stuðningur en nokkur annar mælist með. Sanders þótti ekki líklegur til að vinna forkosningar Demókrata fyrir síðustu forsetakosningar. Þingmaðurinn styrktist hins vegar með hverjum degi og það þrátt fyrir að hann hafi att kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú, sem var bæði þekktari stærð og naut meiri stuðnings fjársterkra aðila. Hóf Sanders forkosningarnar af krafti og tapaði með 0,2 prósentustiga mun í Iowa áður en hann vann stórsigur í New Hampshire. Skiptust þau Clinton svo á sigrum þar til hún tryggði sér útnefninguna. En þrátt fyrir að Sanders verði orðinn 79 ára gamall þegar Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga árið 2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni Sanders yrði hann ekki bara elstur til að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti maðurinn til að gegna embættinu og það á fyrsta starfsdegi. Politico greinir frá því að Sanders hafi á árinu styrkt tengsl sín við verkalýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar á utanríkismálum og unnið nánar með valdamönnum innan Demókrata. Þessi atriði voru ekki í toppstandi hjá Sanders í síðustu atrennu. Þannig hefur Sanders til að mynda unnið með Bill Perry, varnarmálaráðherra Bills Clinton, til að auka þekkingu sína á utanríkismálum sem og Robert Malley og Söruh Chayes, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. Politico hefur eftir heimildum sínum að þótt Sanders sjálfur vilji engu svara um framboð árið 2020 séu áhrifamenn innan samtakanna Our Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar ósigurs Sanders til að berjast fyrir hugsjónum hans, farnir að leggja línurnar að framboði. Benda þeir á að Sanders sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna og sjá hann sem þungamiðju vinstri vængsins í bandarískum stjórnmálum. Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders í forkosningunum, aftur birst á launaskrá öldungadeildarþingmannsins eftir að hafa starfað fyrir Our Revolution. Sanders hefur jafnframt ráðið skoðanakannanagúrúinn Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það þykir merkilegt vegna þess að Sanders forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan ráðgjafa fyrir síðustu kosningar. Einnig hefur Sanders ráðið ráðgjafann Ari Rabin-Havt, sem áður var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Stýrir Rabin-Havt nú samskiptum Sanders. Matt Duss er nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sanders en hann stýrði áður stofnuninni Foundation for Middle East Peace. Ef Sanders býður sig fram virðast sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann með 31 prósents stuðning í forkosningum Demókrata í nýlegri könnun New Hampshire-háskóla, vinsælastur allra. Í könnun Morning Consult frá því í síðustu viku kemur fram að ef Sanders yrði frambjóðandi Demókrata myndi hann fá 42 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, reynir nú að lagfæra þá veikleika sem komu í veg fyrir að hann tryggði sér útnefningu Demókrata til forsetaframboðs árið 2016. Frá þessu greindi Politico í gær í ítarlegri umfjöllun og segir að ýmislegt bendi til þess að hann hyggi á forsetaframboð árið 2020. Sanders nýtur stuðnings 71 prósents öldungadeildarþingmanna, sem er meiri stuðningur en nokkur annar mælist með. Sanders þótti ekki líklegur til að vinna forkosningar Demókrata fyrir síðustu forsetakosningar. Þingmaðurinn styrktist hins vegar með hverjum degi og það þrátt fyrir að hann hafi att kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú, sem var bæði þekktari stærð og naut meiri stuðnings fjársterkra aðila. Hóf Sanders forkosningarnar af krafti og tapaði með 0,2 prósentustiga mun í Iowa áður en hann vann stórsigur í New Hampshire. Skiptust þau Clinton svo á sigrum þar til hún tryggði sér útnefninguna. En þrátt fyrir að Sanders verði orðinn 79 ára gamall þegar Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga árið 2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni Sanders yrði hann ekki bara elstur til að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti maðurinn til að gegna embættinu og það á fyrsta starfsdegi. Politico greinir frá því að Sanders hafi á árinu styrkt tengsl sín við verkalýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar á utanríkismálum og unnið nánar með valdamönnum innan Demókrata. Þessi atriði voru ekki í toppstandi hjá Sanders í síðustu atrennu. Þannig hefur Sanders til að mynda unnið með Bill Perry, varnarmálaráðherra Bills Clinton, til að auka þekkingu sína á utanríkismálum sem og Robert Malley og Söruh Chayes, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. Politico hefur eftir heimildum sínum að þótt Sanders sjálfur vilji engu svara um framboð árið 2020 séu áhrifamenn innan samtakanna Our Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar ósigurs Sanders til að berjast fyrir hugsjónum hans, farnir að leggja línurnar að framboði. Benda þeir á að Sanders sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna og sjá hann sem þungamiðju vinstri vængsins í bandarískum stjórnmálum. Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders í forkosningunum, aftur birst á launaskrá öldungadeildarþingmannsins eftir að hafa starfað fyrir Our Revolution. Sanders hefur jafnframt ráðið skoðanakannanagúrúinn Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það þykir merkilegt vegna þess að Sanders forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan ráðgjafa fyrir síðustu kosningar. Einnig hefur Sanders ráðið ráðgjafann Ari Rabin-Havt, sem áður var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Stýrir Rabin-Havt nú samskiptum Sanders. Matt Duss er nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sanders en hann stýrði áður stofnuninni Foundation for Middle East Peace. Ef Sanders býður sig fram virðast sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann með 31 prósents stuðning í forkosningum Demókrata í nýlegri könnun New Hampshire-háskóla, vinsælastur allra. Í könnun Morning Consult frá því í síðustu viku kemur fram að ef Sanders yrði frambjóðandi Demókrata myndi hann fá 42 prósent atkvæða en Trump 36 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira