Enski boltinn

Mourinho: Lukaku þarf að fá stóran skósamning

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lukaku skýtur eintómum púðurskotum þessa dagana.
Lukaku skýtur eintómum púðurskotum þessa dagana. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, kenndi skóbúnaði framherjans Romelu Lukaku um að hann skoraði ekki í leiknum gegn Watford í gær.

Reyndar hefur Lukaku ekki skorað nema eitt mark í síðustu ellefu leikjum sínum með United og er í vandræðum með að finna markaskóna sína.

Framherjinn er ekki með neinn skósamning í augnablikinu og svo virðist vera sem hann hafi krotað yfir Nike-merkið á svörtu skónum sem hann notaði í gær.

„Hann þarf að fá stóra skósamning. Það gengur ekki að hann sé án samnings. Hann þarf samning og það fyrirtæki þarf að sjá honum fyrir góðum skóm og peningum svo hann geti byrjað að skora aftur,“ sagði Mourinho léttur en bætti svo við alvarlegur.

„Að öllu gríni slepptu þá vinnur hann ótrúlega vel fyrir liðið. Ég myndi aldrei kenna leikmanni eins og honum um að klúðra góðu færi. Hann veit að það er engin pressa frá mér enda er ég himinlifandi með hann.“

Lukaku var ekkert að flækja hlutina og tússaði bara yfir Nike-merkið á skónum sínum í gær sem eru engir markaskór.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×