Enski boltinn

Mourinho: Gæti ekki verið ánægðari með Young

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho talaði afar vel um Ashley Young eftir leikinn í kvöld.
José Mourinho talaði afar vel um Ashley Young eftir leikinn í kvöld. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði Ashley Young í hástert eftir 2-4 sigur á Watford í kvöld. Young skoraði tvö mörk í leiknum.

„Á síðasta tímabili lærði ég hvað Young getur. Hann er stöðugur og hann hefur spilað meira á þessu tímabili. Hann er með rétta viðhorfið og reynsluna sem við þurfum og í dag skoraði hann líka tvö falleg mörk,“ sagði Mourinho eftir leik.

Seinna mark Young kom með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu.

„Hann æfir sig í að taka aukaspyrnur og það var gott að hann hafði sjálfstraust til að taka spyrnuna. Ég var hissa að Paul Pogba leyfði honum það,“ sagði Mourinho.

„Young hefur aldrei spilað betur og ég gæti ekki verið ánægðari með hann.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×