Belginn sem er sá fjórði besti Benedikt Bóas skrifar 12. nóvember 2017 15:48 Kevin De Bruyne skoraði stórkostlegt mark með vinstri gegn Chelsea í upphafi tímabilsins. Þá sagði hann söguna af því hvernig hann þjálfaði vinstri fótinn. Það var vegna þess að nágrannar hans í gamla daga þoldu ekki hvað hann sparkaði fast með þeirri hægri í vegginn á húsinu. vísir/getty Kevin de Bruyne hefur þegar gefið sex stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni og af 752 sendingum hans hafa ófáar splundrað vörn andstæðinganna. Belginn er enginn David Beckham og er frekar hlédrægur að eðlisfari en þegar hann stígur inn á völlinn stenst honum enginn snúning. Ekki það sem af er tímabilinu. De Bruyne er fæddur í Drongen í Belgíu, sem er úthverfi Gent en mamma hans er fædd í Búrúndí og flutti til Ealing í Englandi um stund. „Mamma hefur þetta enska element í sér en ég er Belgi,“ sagði kappinn í viðtali við BBC árið 2013. Hann byrjaði með KVV Drongen árið 2003 og það var ljóst snemma að þarna fór afburðafótboltamaður. Sjö árum síðar spilaði hann sinn fyrsta landsleik en þeir eru orðnir 53 og hefur hann skorað 12 mörk. Hann færði sig til Gent og þaðan til Genk þar sem hann kom í gegnum unglingastarfið og spilaði sinn fyrsta leik árið 2009 í tapleik gegn Charleroi. Tímabilið á eftir var hann kominn með byrjunarliðssæti og var lykilmaður þegar Genk tryggði sér sinn þriðja titil tímabilið 2010-2011. Á síðasta degi félagaskiptagluggans árið 2012 var hann keyptur til Chelsea en lánaður strax til Genk aftur. Hann kostaði sjö milljónir punda. Hann var uppgötvaður í leik Genk og Chelsea í Meistaradeildinni í október 2011 af Michael Emenalo, njósnara félagsins, sem benti á að þarna færi góður fótboltamaður. Emenalo átti einnig hlut að máli þegar kom að kaupum á Thibaut Courtois og Romelo Lukaku en allir eru þeir Belgar. Genk tapaði þessum leik 5-0 og de Bruyne sýndi lítið en það var greinilega eitthvað sem vakti áhuga Emenalo. Andre Villas-Boas var þá stjóri Chelsea og de Bruyne vakti litla lukku hjá kauða sem lánaði hann til Werder Bremen. Það reyndust vera góð skipti því þrátt fyrir að Bremen væri frekar slakt þetta tímabil stóð de Bruyne sig vel og skoraði 10 mörk í 33 leikjum auk þess sem hann lagði upp önnur níu mörk. José Mourinho tók við Chelsea og sagði strax að Belginn væri í sínum plönum. Hann sneri því aftur til Lundúna en það fóru strax að berast sögur um að Mourinho og de Bruyne væru ekki líklegir til að senda hvor öðrum jólakort. Hann byrjaði reyndar fyrsta leik tímabilsins 2013-2014 gegn Hull og bjó til eitt mark í 2:0 sigri. En hann var fljótur að missa sæti sitt í liðinu og í janúar var hann seldur til Þýskalands til Wolfsburg sem borgaði um 18 milljónir punda. Chelsea keypti Nemanja Matic í staðinn. Belginn ungi spilaði aðeins fimm leiki með Chelsea og kom fjórum sinnum inn á sem varamaður. De Bruyne var ekki lengi að láta til sín taka í Þýskalandi og var algjörlega magnaður í framsóknargrænum búningi Wolfsburg. „Þeir hjá Chelsea hafa fylgst með Kevin og sjá núna hvernig leikmaður hann er. Þeir sjá eftir að hafa selt hann,“ sagði Klaus Allofs, framkvæmdastjóri Wolfsburg, eitt sinn árið 2015. Þannig hefur sagan verið. Hvernig í ósköpunum gat hann ekki komist í byrjunarlið Chelsea? Mikið hefur verið rætt og ritað um þá ástæðu. De Bruyne sagði eitt sinn að ef hann hefði kostað meira hefði hann fengið að spila meira. Þegar ljóst var að hann væri of góður fyrir Wolfsburg var hann orðaður við flest stærstu lið Evrópu. Þá lét hann hafa eftir sér að hann færi allavega ekki til Chelsea á meðan Mourinho væri þar. Það fór illa í Portúgalann sem svaraði: „Ég hefði viljað hafa hann áfram en hann var ekki tilbúinn andlega til að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. Hann sagði að það væri ekki hans stíll að þurfa að berjast fyrir byrjunarliðssæti, hann vildi fara til liðs þar sem hann gæti spilað alla leiki,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í júlí. Skömmu síðar var de Bruyne seldur til Manchester City á 54 milljónir punda eftir að hafa skorað 10 mörk og lagt upp heil 20. Þá sagði Mourinho: „Þegar leikmaður bankar grátandi á dyrnar hjá þér á hverjum degi og vill fara, þarf að taka ákvörðun.“ Þá var komið að Belganum að svara og benti hann á að Mourinho hefði talað tvisvar sinnum við sig allan þann tíma sem hann var hjá Chelsea. „Ég er allt annar maður en þegar ég var hjá Chelsea. Ég var yngri og fékk ekki að spila mikið, ég var ekki einu sinni á bekknum. Ég fékk enga útskýringu. Mourinho talaði bara tvisvar sinnum við mig – einu sinni fyrir leik gegn Basel í nóvember, þar sem hann sagði að ég væri að gera góða hluti og fengi bráðum tækifæri, og aftur síðustu vikuna fyrir félagaskiptagluggann í janúar, þar sem ég sagðist vilja fara annað til að fá meiri spilatíma.“ Síðan þá hefur lítið farið fyrir þeim vangaveltum, af hverju hann komst ekki í byrjunarliðið. Allt þar til hann skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í upphafi tímabilsins. Þá var þetta rifjað upp og Antonio Conte, núverandi stjóri Chelsea, var spurður. Ítalinn sagðist hreinlega ekki vita það. Þar með lauk málinu í enskum fjölmiðlum. De Bruyne hefur sett Chelsea tímann á ís og er ekki mikið að velta honum fyrir sér. Hann einbeitir sér að Manchester City sem er búið að vera öðrum liðum fremra það sem af er tímabili. Liðið skorar mikið af mörkum og getur nú haldið markinu hreinu. Í stórkostlegu liði Pep Guardiola er de Bruyne trúlega fyrstur á blað þegar hann velur liðið enda langbesti fjórði besti leikmaður heims. Sem gerir hann eiginlega þann besta – enda er varla hægt að snerta þá Neymar, Ronaldo og sjálfan Lionel Messi. Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Kevin de Bruyne hefur þegar gefið sex stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni og af 752 sendingum hans hafa ófáar splundrað vörn andstæðinganna. Belginn er enginn David Beckham og er frekar hlédrægur að eðlisfari en þegar hann stígur inn á völlinn stenst honum enginn snúning. Ekki það sem af er tímabilinu. De Bruyne er fæddur í Drongen í Belgíu, sem er úthverfi Gent en mamma hans er fædd í Búrúndí og flutti til Ealing í Englandi um stund. „Mamma hefur þetta enska element í sér en ég er Belgi,“ sagði kappinn í viðtali við BBC árið 2013. Hann byrjaði með KVV Drongen árið 2003 og það var ljóst snemma að þarna fór afburðafótboltamaður. Sjö árum síðar spilaði hann sinn fyrsta landsleik en þeir eru orðnir 53 og hefur hann skorað 12 mörk. Hann færði sig til Gent og þaðan til Genk þar sem hann kom í gegnum unglingastarfið og spilaði sinn fyrsta leik árið 2009 í tapleik gegn Charleroi. Tímabilið á eftir var hann kominn með byrjunarliðssæti og var lykilmaður þegar Genk tryggði sér sinn þriðja titil tímabilið 2010-2011. Á síðasta degi félagaskiptagluggans árið 2012 var hann keyptur til Chelsea en lánaður strax til Genk aftur. Hann kostaði sjö milljónir punda. Hann var uppgötvaður í leik Genk og Chelsea í Meistaradeildinni í október 2011 af Michael Emenalo, njósnara félagsins, sem benti á að þarna færi góður fótboltamaður. Emenalo átti einnig hlut að máli þegar kom að kaupum á Thibaut Courtois og Romelo Lukaku en allir eru þeir Belgar. Genk tapaði þessum leik 5-0 og de Bruyne sýndi lítið en það var greinilega eitthvað sem vakti áhuga Emenalo. Andre Villas-Boas var þá stjóri Chelsea og de Bruyne vakti litla lukku hjá kauða sem lánaði hann til Werder Bremen. Það reyndust vera góð skipti því þrátt fyrir að Bremen væri frekar slakt þetta tímabil stóð de Bruyne sig vel og skoraði 10 mörk í 33 leikjum auk þess sem hann lagði upp önnur níu mörk. José Mourinho tók við Chelsea og sagði strax að Belginn væri í sínum plönum. Hann sneri því aftur til Lundúna en það fóru strax að berast sögur um að Mourinho og de Bruyne væru ekki líklegir til að senda hvor öðrum jólakort. Hann byrjaði reyndar fyrsta leik tímabilsins 2013-2014 gegn Hull og bjó til eitt mark í 2:0 sigri. En hann var fljótur að missa sæti sitt í liðinu og í janúar var hann seldur til Þýskalands til Wolfsburg sem borgaði um 18 milljónir punda. Chelsea keypti Nemanja Matic í staðinn. Belginn ungi spilaði aðeins fimm leiki með Chelsea og kom fjórum sinnum inn á sem varamaður. De Bruyne var ekki lengi að láta til sín taka í Þýskalandi og var algjörlega magnaður í framsóknargrænum búningi Wolfsburg. „Þeir hjá Chelsea hafa fylgst með Kevin og sjá núna hvernig leikmaður hann er. Þeir sjá eftir að hafa selt hann,“ sagði Klaus Allofs, framkvæmdastjóri Wolfsburg, eitt sinn árið 2015. Þannig hefur sagan verið. Hvernig í ósköpunum gat hann ekki komist í byrjunarlið Chelsea? Mikið hefur verið rætt og ritað um þá ástæðu. De Bruyne sagði eitt sinn að ef hann hefði kostað meira hefði hann fengið að spila meira. Þegar ljóst var að hann væri of góður fyrir Wolfsburg var hann orðaður við flest stærstu lið Evrópu. Þá lét hann hafa eftir sér að hann færi allavega ekki til Chelsea á meðan Mourinho væri þar. Það fór illa í Portúgalann sem svaraði: „Ég hefði viljað hafa hann áfram en hann var ekki tilbúinn andlega til að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. Hann sagði að það væri ekki hans stíll að þurfa að berjast fyrir byrjunarliðssæti, hann vildi fara til liðs þar sem hann gæti spilað alla leiki,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í júlí. Skömmu síðar var de Bruyne seldur til Manchester City á 54 milljónir punda eftir að hafa skorað 10 mörk og lagt upp heil 20. Þá sagði Mourinho: „Þegar leikmaður bankar grátandi á dyrnar hjá þér á hverjum degi og vill fara, þarf að taka ákvörðun.“ Þá var komið að Belganum að svara og benti hann á að Mourinho hefði talað tvisvar sinnum við sig allan þann tíma sem hann var hjá Chelsea. „Ég er allt annar maður en þegar ég var hjá Chelsea. Ég var yngri og fékk ekki að spila mikið, ég var ekki einu sinni á bekknum. Ég fékk enga útskýringu. Mourinho talaði bara tvisvar sinnum við mig – einu sinni fyrir leik gegn Basel í nóvember, þar sem hann sagði að ég væri að gera góða hluti og fengi bráðum tækifæri, og aftur síðustu vikuna fyrir félagaskiptagluggann í janúar, þar sem ég sagðist vilja fara annað til að fá meiri spilatíma.“ Síðan þá hefur lítið farið fyrir þeim vangaveltum, af hverju hann komst ekki í byrjunarliðið. Allt þar til hann skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í upphafi tímabilsins. Þá var þetta rifjað upp og Antonio Conte, núverandi stjóri Chelsea, var spurður. Ítalinn sagðist hreinlega ekki vita það. Þar með lauk málinu í enskum fjölmiðlum. De Bruyne hefur sett Chelsea tímann á ís og er ekki mikið að velta honum fyrir sér. Hann einbeitir sér að Manchester City sem er búið að vera öðrum liðum fremra það sem af er tímabili. Liðið skorar mikið af mörkum og getur nú haldið markinu hreinu. Í stórkostlegu liði Pep Guardiola er de Bruyne trúlega fyrstur á blað þegar hann velur liðið enda langbesti fjórði besti leikmaður heims. Sem gerir hann eiginlega þann besta – enda er varla hægt að snerta þá Neymar, Ronaldo og sjálfan Lionel Messi.
Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti