Segja kennara hafa bjargað lífum nemenda Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 17:54 Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars. Vísir/AFP Kennarar komu í veg fyrir að vopnaður maður kæmist inn í barnaskóla í Kaliforníu í gær. Lögreglan hefur hrósað kennurunum fyrir viðbrögð sín og segja þá hafa bjargað lífum barna. Árásarmaðurinn, Kevin Neal, myrti fjóra og særði tíu þegar hann fór um dreifbýlt svæði sem kallast Rancho Tehama og skaut á fólk af handahófi. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu um 45 mínútum eftir að árásin hófst. Eitt barn særðist þegar maðurinn skaut á skólann og önnur skáru sig á gleri. Neal var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum. Einnig hefur komið í ljós að hann var laus úr varðhaldi gegn tryggingu og degi fyrir árásina hafði lögreglan verið kölluð til heimilis hans vegna heimilisofbeldis.Myrti nágranna sinn fyrst Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars.Samkvæmt frétt BBC keyrði hann um svæðið og skaut á fólk að handahófi og fór svo að skólanum. Þar skaut hann á konu sem var að keyra barni sínu í skólann. Sú kona særðist alvarlega en dó ekki. Kennarar heyrðu lætin og læstu skólanum og hlóðu húsgögnum fyrir framdyrnar. Eftir um sex mínútur gafst Neal upp á því að reyna að komast inn í skólann.AP fréttaveitan segir að nágrannar Neal hafi margsinnis kvartað yfir honum til lögreglu. Bæði vegna heimilisofbeldis og vegna þess að hann var sífellt að skjóta úr byssum í bakgarði sínum. Juan Caracez, formaður íbúasamtaka bæjarins, segir að fógeti Rancho Tehama, hafi aldrei gripið inn í eða aðhafst að nokkru leyti.Hafði lengi deilt við nágranna sínaÞá segir systir Neal að hann hefði lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefði verið skapstyggur. Hún sagði einnig að hann hefði ekki átt að eiga byssur. Móðir hans sagði AP að hann hefði verið að rækta marijúana og hefði oft lent í deilum við nágranna sína þar sem hann hafi grunað um að búa til metamfetamín. Það var hún sem greiddi tryggingu hans eftir að hann var handtekinn í janúar fyrir að stinga nágranna sinn. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Hún sagði þó að hún hefði rætt við son sinn á mánudaginn og þá hefði hann sagt: „Mamma, þetta er allt búið. Ég hef gert allt sem ég get og ég er að berjast gegn öllu hverfinu.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Kennarar komu í veg fyrir að vopnaður maður kæmist inn í barnaskóla í Kaliforníu í gær. Lögreglan hefur hrósað kennurunum fyrir viðbrögð sín og segja þá hafa bjargað lífum barna. Árásarmaðurinn, Kevin Neal, myrti fjóra og særði tíu þegar hann fór um dreifbýlt svæði sem kallast Rancho Tehama og skaut á fólk af handahófi. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu um 45 mínútum eftir að árásin hófst. Eitt barn særðist þegar maðurinn skaut á skólann og önnur skáru sig á gleri. Neal var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum. Einnig hefur komið í ljós að hann var laus úr varðhaldi gegn tryggingu og degi fyrir árásina hafði lögreglan verið kölluð til heimilis hans vegna heimilisofbeldis.Myrti nágranna sinn fyrst Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars.Samkvæmt frétt BBC keyrði hann um svæðið og skaut á fólk að handahófi og fór svo að skólanum. Þar skaut hann á konu sem var að keyra barni sínu í skólann. Sú kona særðist alvarlega en dó ekki. Kennarar heyrðu lætin og læstu skólanum og hlóðu húsgögnum fyrir framdyrnar. Eftir um sex mínútur gafst Neal upp á því að reyna að komast inn í skólann.AP fréttaveitan segir að nágrannar Neal hafi margsinnis kvartað yfir honum til lögreglu. Bæði vegna heimilisofbeldis og vegna þess að hann var sífellt að skjóta úr byssum í bakgarði sínum. Juan Caracez, formaður íbúasamtaka bæjarins, segir að fógeti Rancho Tehama, hafi aldrei gripið inn í eða aðhafst að nokkru leyti.Hafði lengi deilt við nágranna sínaÞá segir systir Neal að hann hefði lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefði verið skapstyggur. Hún sagði einnig að hann hefði ekki átt að eiga byssur. Móðir hans sagði AP að hann hefði verið að rækta marijúana og hefði oft lent í deilum við nágranna sína þar sem hann hafi grunað um að búa til metamfetamín. Það var hún sem greiddi tryggingu hans eftir að hann var handtekinn í janúar fyrir að stinga nágranna sinn. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Hún sagði þó að hún hefði rætt við son sinn á mánudaginn og þá hefði hann sagt: „Mamma, þetta er allt búið. Ég hef gert allt sem ég get og ég er að berjast gegn öllu hverfinu.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira