
Enska knattspyrnusambandið rannsakaði ásakanirnar og í yfirlýsingu frá því sagði að ekki yrði gripið til frekari ráðstafana.
Daily Mail greinir hins vegar frá því að Kendall hafi viðurkennt brot sitt og sagt af sér.
Aluko sakaði einnig Mark Sampson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Englands, um kynþáttafordóma. Hann var rekinn úr starfi í september.
Málið hefur vakið mikla athygli en enska knattspyrnusambandið þykir hafa tekið afar illa á því. Það borgaði m.a. Aluko fyrir að þegja um málið.