Erlent

Ástralir banna göngur upp á Uluru frá 2019

Atli Ísleifsson skrifar
Fjallið Uluru er heilagt í hugum ástralskra frumbyggja.
Fjallið Uluru er heilagt í hugum ástralskra frumbyggja. Vísir/Getty
Yfirvöld í Ástralíu hafa gefið út að bannað verði að ganga á fjallið helga, Uluru, frá árinu október 2019.

Stjórn þjóðgarðsins Uluru-Kata Tjuta samþykkti það einróma að banna göngur á fjallið sem er heilagt í hugum ástralskra frumbyggja.

Íbúar í grennd í fjallið hafa lengi beðið gesti um sleppa því að ganga á fjallið, sem var lengi þekkt undir nafninu Ayers Rock.

„Þetta er mjög mikilvægur staðir, ekki leikvöllur eða skemmtigarður eins og Disneyland,“ segir stjórnarmaðurinn Sammy Wilson.

„Ef ég ferðast til annars lands og þar er helgur staður, þar sem aðgengi er takmarkað, þá fer ég ekki inn eða klíf hann. Ég ber virðingu fyrir staðnum,“ segir Wilson.

Samkvæmt tölum frá stjórn þjóðgarðsins þá klifu um 16 prósent gesta kjallið á árunum 2011 til 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×