Síminn smekkfullur af áróðursmyndböndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 07:59 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm. Saipov hefur nú verið ákærður fyrir ódæðið sem og fyrir að hafa stutt við Íslamska ríkið með margvíslegum hætti, svo sem með upplýsingagjöf. Lögreglumenn skutu Saipov sem særðist lítillega og hefur hann legið á sjúkrahúsi síðan. Að sögn saksóknara hefur hann verið samvinnuþýður og gefið greinargóða lýsingu á þankagangi sínum og framvindunni.Sjá einnig: Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá UberDonald Trump tísti í gær að réttast væri að Saipov fengi dauðadóm fyrir brot sín. Dauðarefsingar eru bannaðar í New York-ríki en alríkið getur krafist þess að litið verði hjá banninu við dómsúrskurðinn.NYC terrorist was happy as he asked to hang ISIS flag in his hospital room. He killed 8 people, badly injured 12. SHOULD GET DEATH PENALTY!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2017 Fram kemur í gögnum málsins að Saipov hafi skipulagt ódæðið í um tvo mánuði. Hann hafi sérstaklega valið hrekkjavökuna því þá væru göturnar fullar af fólki. Að sama skapi kemur fram að Saipov hafi langað að setja fána Íslamska ríkisins á bifreiðina en hætt við þar sem hann vildi ekki draga of mikla athygli að sér. Rúmlega 90 ofbeldisfull áróðursmyndbönd frá ISIS fundust á síma Saipov og segist hann hafa fengið innblástur frá leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, sem hafi ítrekað spurt múslima hvernig þeir hyggist hefna fyrir morð Bandaríkjamanna í Írak. Lögreglan í New York segir Saipov hafa fylgt fyrirmælum Íslamska ríkisins til hins ýtrasta. Hafi samtökin ítrekað sent frá sér leiðbeiningar til fylgismanna sinna um hvernig skuli framkvæma árásir sem þessar þannig að sem mestur skaði hljótist af. Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30 Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm. Saipov hefur nú verið ákærður fyrir ódæðið sem og fyrir að hafa stutt við Íslamska ríkið með margvíslegum hætti, svo sem með upplýsingagjöf. Lögreglumenn skutu Saipov sem særðist lítillega og hefur hann legið á sjúkrahúsi síðan. Að sögn saksóknara hefur hann verið samvinnuþýður og gefið greinargóða lýsingu á þankagangi sínum og framvindunni.Sjá einnig: Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá UberDonald Trump tísti í gær að réttast væri að Saipov fengi dauðadóm fyrir brot sín. Dauðarefsingar eru bannaðar í New York-ríki en alríkið getur krafist þess að litið verði hjá banninu við dómsúrskurðinn.NYC terrorist was happy as he asked to hang ISIS flag in his hospital room. He killed 8 people, badly injured 12. SHOULD GET DEATH PENALTY!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2017 Fram kemur í gögnum málsins að Saipov hafi skipulagt ódæðið í um tvo mánuði. Hann hafi sérstaklega valið hrekkjavökuna því þá væru göturnar fullar af fólki. Að sama skapi kemur fram að Saipov hafi langað að setja fána Íslamska ríkisins á bifreiðina en hætt við þar sem hann vildi ekki draga of mikla athygli að sér. Rúmlega 90 ofbeldisfull áróðursmyndbönd frá ISIS fundust á síma Saipov og segist hann hafa fengið innblástur frá leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, sem hafi ítrekað spurt múslima hvernig þeir hyggist hefna fyrir morð Bandaríkjamanna í Írak. Lögreglan í New York segir Saipov hafa fylgt fyrirmælum Íslamska ríkisins til hins ýtrasta. Hafi samtökin ítrekað sent frá sér leiðbeiningar til fylgismanna sinna um hvernig skuli framkvæma árásir sem þessar þannig að sem mestur skaði hljótist af.
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30 Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30
Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“