Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2017 14:25 Bandarísk yfirvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir umfangsmikilli herferð til að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir ári. Vísir/AFP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur næg sönnunargögn til þess að ákæra sex rússneska opinbera starfsmenn í tengslum við innbrot í tölvur landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs í fyrra. Málið gæti komið fyrir dóm á næsta ári.Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til rannsóknarinnar. Blaðið segir að bandarísk yfirvöld vonist til að gera hökkurunum erfitt að ferðast með því að ákæra þá jafnvel þó að ólíklegt sé að þeir verði nokkru sinni ákærðir eða fangelsaðir, að því er segir í frétt Reuters. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að hjálpa Donald Trump. Þau hafi meðal annars staðið að tölvuinnbroti hjá Demókrataflokknum þar sem þúsundum tölvupósta var stolið. Uppljóstranavefurinn Wikileaks birti skjölin skömmu fyrir kosningarnar. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa staðið að baki innbrotinu eða að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda kosninganna. Fyrstu ákærurnar í þeirri rannsókn sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins, stýrir voru gefnar út á mánudag á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump og tveimur öðrum liðsmönnum framboðsins. Fyrir utan tölvuinnbrotið er talið að útsendarar Rússa hafi staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum til að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna fyrir kosningarnar. Fulltrúar bæði Facebook og Twitter segja að milljónir Bandaríkjamanna hafi séð og brugðist við færslum sem Rússar dreifðu á samfélagsmiðlunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur næg sönnunargögn til þess að ákæra sex rússneska opinbera starfsmenn í tengslum við innbrot í tölvur landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs í fyrra. Málið gæti komið fyrir dóm á næsta ári.Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til rannsóknarinnar. Blaðið segir að bandarísk yfirvöld vonist til að gera hökkurunum erfitt að ferðast með því að ákæra þá jafnvel þó að ólíklegt sé að þeir verði nokkru sinni ákærðir eða fangelsaðir, að því er segir í frétt Reuters. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að hjálpa Donald Trump. Þau hafi meðal annars staðið að tölvuinnbroti hjá Demókrataflokknum þar sem þúsundum tölvupósta var stolið. Uppljóstranavefurinn Wikileaks birti skjölin skömmu fyrir kosningarnar. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa staðið að baki innbrotinu eða að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda kosninganna. Fyrstu ákærurnar í þeirri rannsókn sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins, stýrir voru gefnar út á mánudag á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump og tveimur öðrum liðsmönnum framboðsins. Fyrir utan tölvuinnbrotið er talið að útsendarar Rússa hafi staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum til að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna fyrir kosningarnar. Fulltrúar bæði Facebook og Twitter segja að milljónir Bandaríkjamanna hafi séð og brugðist við færslum sem Rússar dreifðu á samfélagsmiðlunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Rússaáróðurinn barst til helmings kjósenda Facebook telur að allt upp í 126 milljónir Bandaríkjamanna hafi séð áróður frá útsendurum Rússa á samfélagsmiðlinum á síðustu tveimur árum. 31. október 2017 06:29
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28
Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30