Erlent

Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin

Samúel Karl Ólason skrifar
Umræddar auglýsingar voru hnitmiðaðar á notendur eftir áhuga þeirra og öðrum upplýsingum eins og aldri og litarhafti.
Umræddar auglýsingar voru hnitmiðaðar á notendur eftir áhuga þeirra og öðrum upplýsingum eins og aldri og litarhafti.
Á milli júní 2015 til ágúst 2017 urðu tugir milljóna Bandaríkjamanna varir við auglýstar færslur á Facebook sem samdar voru af rússneskum útsendurum með því markmið að ýta undir deilur í Bandaríkjunum og hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna.

Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál hefur nú birt hluta af þeim auglýstu færslum sem um ræðir. Hluta af færslunum má sjá hér neðst.

Umræddar auglýsingar voru hnitmiðaðar á notendur eftir áhuga þeirra og öðrum upplýsingum eins og aldri, trúarbrögðum og kynþáttum.

Áhugasamir geta séð hvað reikniformúlur Facebook telja að hverslags auglýsingar hver notandi vilji sjá hér.



Einhverjar af færslunum voru sérstaklega miðaðar til vinstrimanna. Mun fleiri hölluðust þó til hægri.

Allt í allt afhenti Facebook nefndinni um þrjú þúsund færslur þar sem búið var að greiða fyrir aukna og miðaða dreifingu. Forsvarsmenn Facebook sögðu að 126 milljónir notenda hefðu séð þessar færslur í aðdraganda kosninganna. Það á bara við Facebook, en bæði Twitter og Google hafa einnig komist að því að rússneskir útsendarar hafi einnig dreift efni á þeirra miðlum í aðdraganda kosninganna.



Í frétt New York Times segir að þingið hafi einungis birt lítinn hluta af auglýsingunum sem um ræðir. Aðrir rannsakendur hafi þó lengi verið að draga þær saman og stærsta safnið megi finna á Medium.



Meðal þeirra málefna sem færslurnar sneru að voru málefni innflytjenda, byssueign, málefni litaðra, að Hillary Clinton væri útsendari djöfulsins og réttindi LGBT fólks og margt fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×