Erlent

Donald Trump krefst aftöku Úsbekans

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sayfullah Habibullahevic Saipov.
Sayfullah Habibullahevic Saipov. Nordicphotos/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að taka ætti af lífi Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeka sem myrti átta í New York í vikunni og er talinn hryðjuverkamaður.

„New York hryðjuverkamaðurinn var hamingjusamur þegar hann bað um að fá að hengja fána ISIS upp á sjúkrastofu sinni. Hann myrti átta, særði tólf. ÆTTI AÐ FÁ DAUÐAREFSINGUNA!“ tísti Bandaríkjaforsetinn.

Orð Trumps vísa meðal annars til þess að Saipov sagði í yfirheyrslu að hann væri ánægður með árásina. Hann hafi viljað drepa eins marga og mögulegt væri. Áður hafði Trump sagt að senda ætti Saipov til fangelsisins við Guantanamo-flóa.

Þar sem Saipov verður ákærður fyrir hryðjuverk er ríkisstjórninni heimilt að fara á svig við bann New York-ríkis við dauðarefsingum. BBC greinir þó frá því að orð Trumps gætu komið í veg fyrir sanngjörn réttarhöld.


Tengdar fréttir

Síminn smekkfullur af áróðursmyndböndum

Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×