Síminn smekkfullur af áróðursmyndböndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 07:59 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm. Saipov hefur nú verið ákærður fyrir ódæðið sem og fyrir að hafa stutt við Íslamska ríkið með margvíslegum hætti, svo sem með upplýsingagjöf. Lögreglumenn skutu Saipov sem særðist lítillega og hefur hann legið á sjúkrahúsi síðan. Að sögn saksóknara hefur hann verið samvinnuþýður og gefið greinargóða lýsingu á þankagangi sínum og framvindunni.Sjá einnig: Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá UberDonald Trump tísti í gær að réttast væri að Saipov fengi dauðadóm fyrir brot sín. Dauðarefsingar eru bannaðar í New York-ríki en alríkið getur krafist þess að litið verði hjá banninu við dómsúrskurðinn.NYC terrorist was happy as he asked to hang ISIS flag in his hospital room. He killed 8 people, badly injured 12. SHOULD GET DEATH PENALTY!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2017 Fram kemur í gögnum málsins að Saipov hafi skipulagt ódæðið í um tvo mánuði. Hann hafi sérstaklega valið hrekkjavökuna því þá væru göturnar fullar af fólki. Að sama skapi kemur fram að Saipov hafi langað að setja fána Íslamska ríkisins á bifreiðina en hætt við þar sem hann vildi ekki draga of mikla athygli að sér. Rúmlega 90 ofbeldisfull áróðursmyndbönd frá ISIS fundust á síma Saipov og segist hann hafa fengið innblástur frá leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, sem hafi ítrekað spurt múslima hvernig þeir hyggist hefna fyrir morð Bandaríkjamanna í Írak. Lögreglan í New York segir Saipov hafa fylgt fyrirmælum Íslamska ríkisins til hins ýtrasta. Hafi samtökin ítrekað sent frá sér leiðbeiningar til fylgismanna sinna um hvernig skuli framkvæma árásir sem þessar þannig að sem mestur skaði hljótist af. Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30 Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm. Saipov hefur nú verið ákærður fyrir ódæðið sem og fyrir að hafa stutt við Íslamska ríkið með margvíslegum hætti, svo sem með upplýsingagjöf. Lögreglumenn skutu Saipov sem særðist lítillega og hefur hann legið á sjúkrahúsi síðan. Að sögn saksóknara hefur hann verið samvinnuþýður og gefið greinargóða lýsingu á þankagangi sínum og framvindunni.Sjá einnig: Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá UberDonald Trump tísti í gær að réttast væri að Saipov fengi dauðadóm fyrir brot sín. Dauðarefsingar eru bannaðar í New York-ríki en alríkið getur krafist þess að litið verði hjá banninu við dómsúrskurðinn.NYC terrorist was happy as he asked to hang ISIS flag in his hospital room. He killed 8 people, badly injured 12. SHOULD GET DEATH PENALTY!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2017 Fram kemur í gögnum málsins að Saipov hafi skipulagt ódæðið í um tvo mánuði. Hann hafi sérstaklega valið hrekkjavökuna því þá væru göturnar fullar af fólki. Að sama skapi kemur fram að Saipov hafi langað að setja fána Íslamska ríkisins á bifreiðina en hætt við þar sem hann vildi ekki draga of mikla athygli að sér. Rúmlega 90 ofbeldisfull áróðursmyndbönd frá ISIS fundust á síma Saipov og segist hann hafa fengið innblástur frá leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, sem hafi ítrekað spurt múslima hvernig þeir hyggist hefna fyrir morð Bandaríkjamanna í Írak. Lögreglan í New York segir Saipov hafa fylgt fyrirmælum Íslamska ríkisins til hins ýtrasta. Hafi samtökin ítrekað sent frá sér leiðbeiningar til fylgismanna sinna um hvernig skuli framkvæma árásir sem þessar þannig að sem mestur skaði hljótist af.
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30 Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30
Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23