Enski boltinn

Bilic rekinn frá West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Slaven Bilic
Slaven Bilic vísir/getty
Slaven Bilic hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra West Ham. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis nú rétt í þessu.

Bilic tók við West Ham árið 2015 en hann spilaði með félaginu á árunum 1996-97.

Liðinu hefur gengið illa það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni og 1-4 tap gegn Liverpool um helgina sendi liðið í fallsæti.

Líklegt þykir að fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og Everton, David Moyes, taki við starfinu.






Tengdar fréttir

Moyes vill taka við West Ham

Hinn skoski David Moyes segist áhugasamur um stöðu knattspyrnustjóra hjá West Ham, en framtíð núverandi stjóra, Slaven Bilic, er í hættu.

Bilic fær tvo leiki í viðbót

Það er búið að vera mjög heitt undir Slaven Bilic, stjóra West Ham, í vetur og margir héldu að hann myndi fá að fjúka eftir neyðarlegt 3-0 tap gegn nýliðum Brighton á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×