Enski boltinn

Moyes tekinn við West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
mynd/west ham
David Moyes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri West Ham. Félagið staðfesti þetta á Twitter síðu sinni í dag.

Moyes skrifaði undir samning til sex mánaða við Lundúnaliðið.

Hann var síðast á mála hjá Sunderland, en hætti þar á vormánuðum eftir að liðið féll í 1. deildina. Hann hefur áður þjálfað Everton og Manchester United.

West Ham rak Slaven Bilic úr starfi í gær, en liðið er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-4 tap gegn Liverpool.

Stjórnarmaður West Ham, David Sullivan, sagði Moyes vera rétta manninn til þess að snúa gengi liðsins við.

„Við þurfum einhvern með reynsu, sem þekkir úrvalsdeildina og leikmennina í henni, og við trúum því að David geti náð því besta út úr leikmönnunum.“



Moyes mun stýra liðinu í fyrsta skipti gegn Watford 19. nóvember.

„Það er stórt verkefni framundan, en ég er viss um að við getum náð réttum árangri. Ég hlakka til að hitta stuðningsmennina og að fá þá á bakvið liðið,“ sagði David Moyes.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×