Skiptingin sem skilar alltaf sínu hjá Mourinho Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2017 08:00 Marcus Rashford og Anthony Martial spila ekki mikið saman en þeir koma oft inn á hvor fyrir annan og eru báðir að spila mjög vel. vísir/Getty Manchester United vann mikilvægan sigur á Tottenham í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en sigurmarkið skoraði Anthony Martial þegar átta mínútur voru til leiksloka. Martial átti enn eina frábæra innkomu af bekknum en hann er nú búinn að skora fjögur mörk eftir að koma inn á sem varamaður. Hann skiptir næstum alltaf við Marcus Rashford en þeir spila sjaldnast saman. Sigurinn var afskaplega mikilvægur fyrir United í baráttunni við samborgara sína í City sem neita hreinlega að tapa leikjum en lærisveinar Pep Guardiola eru enn með fimm stiga forskot eftir sigur á West Bromwich Albion á útivelli. Tottenham hefði með sigri getað náð þriggja stiga forskoti á Manchester United en liðið var ansi bitlaust án Harry Kane og Fernando Llorente í framlínunni.100 mínútur á milli marka Anthony Martial kostaði fúlgur fjár þegar Manchester United keypti hann fyrir tveimur árum. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í sumar en hefur þess í stað reynst einn besti leikmaður liðsins það sem af er tímabili. Martial hefur byrjað sjö leiki fyrir United á leiktíðinni í öllum keppnum og komið sjö sinnum inn á. Hann er búinn að skora sex mörk og gefa fimm stoðsendingar og koma þannig að ellefu mörkum í fjórtán leikjum, þar af sjö sem varamaður. Það líða aðeins 100 mínútur á milli marka hjá Frakkanum sem José Mourinho virðist ekki vilja hafa inni á á sama tíma og Marcus Rashford. Enski framherjinn hefur einnig spilað stórvel en 128 líða á milli marka hjá honum. Hann er búinn að byrja tíu leiki og koma inn á sex sinnum, skora sjö mörk og leggja upp fimm. Hann er með örlítið betri tölfræði en Martial en töluvert fleiri mínútur spilaðar.Af hverju ekki báðir? Sparkspekingar í Englandi spyrja sig nú hvers vegna þeir spili svona lítið saman inn á vellinum og hvor eigi í raun og veru að fá að byrja fyrst Mourinho virðist harður á því að þeir skipti mínútunum á milli sín á vinstri kantinum eða í framlínunni þegar svo ber við. Martial skarpar 1,36 færi í leik en Rashford 0,94 þannig að miðað við tölfræði á móti spiluðum mínútum er Martial að standa sig betur þótt ekki miklu muni. Það gæti svo haft áhrif á Mourinho að sigurhlutfallið á tímabilinu með Rashford í byrjunarliðinu er 90 prósent á móti aðeins 71 prósenti þegar Frakkinn fær tækifæri sem byrjunarliðsmaður. Mourinho virðist allavega vita hvernig hann fær það besta út úr báðum því það skiptir í raun ekki máli hvor þeirra byrjar og hvor kemur inn á fyrir hvorn því að þessi skipting skilar alltaf sínu. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markið mikilvæga hjá Martial og öll hin mörkin úr leikjunum í gær | Myndbönd Alls voru 18 mörk skoruð í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 29. október 2017 08:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Manchester United vann mikilvægan sigur á Tottenham í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en sigurmarkið skoraði Anthony Martial þegar átta mínútur voru til leiksloka. Martial átti enn eina frábæra innkomu af bekknum en hann er nú búinn að skora fjögur mörk eftir að koma inn á sem varamaður. Hann skiptir næstum alltaf við Marcus Rashford en þeir spila sjaldnast saman. Sigurinn var afskaplega mikilvægur fyrir United í baráttunni við samborgara sína í City sem neita hreinlega að tapa leikjum en lærisveinar Pep Guardiola eru enn með fimm stiga forskot eftir sigur á West Bromwich Albion á útivelli. Tottenham hefði með sigri getað náð þriggja stiga forskoti á Manchester United en liðið var ansi bitlaust án Harry Kane og Fernando Llorente í framlínunni.100 mínútur á milli marka Anthony Martial kostaði fúlgur fjár þegar Manchester United keypti hann fyrir tveimur árum. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í sumar en hefur þess í stað reynst einn besti leikmaður liðsins það sem af er tímabili. Martial hefur byrjað sjö leiki fyrir United á leiktíðinni í öllum keppnum og komið sjö sinnum inn á. Hann er búinn að skora sex mörk og gefa fimm stoðsendingar og koma þannig að ellefu mörkum í fjórtán leikjum, þar af sjö sem varamaður. Það líða aðeins 100 mínútur á milli marka hjá Frakkanum sem José Mourinho virðist ekki vilja hafa inni á á sama tíma og Marcus Rashford. Enski framherjinn hefur einnig spilað stórvel en 128 líða á milli marka hjá honum. Hann er búinn að byrja tíu leiki og koma inn á sex sinnum, skora sjö mörk og leggja upp fimm. Hann er með örlítið betri tölfræði en Martial en töluvert fleiri mínútur spilaðar.Af hverju ekki báðir? Sparkspekingar í Englandi spyrja sig nú hvers vegna þeir spili svona lítið saman inn á vellinum og hvor eigi í raun og veru að fá að byrja fyrst Mourinho virðist harður á því að þeir skipti mínútunum á milli sín á vinstri kantinum eða í framlínunni þegar svo ber við. Martial skarpar 1,36 færi í leik en Rashford 0,94 þannig að miðað við tölfræði á móti spiluðum mínútum er Martial að standa sig betur þótt ekki miklu muni. Það gæti svo haft áhrif á Mourinho að sigurhlutfallið á tímabilinu með Rashford í byrjunarliðinu er 90 prósent á móti aðeins 71 prósenti þegar Frakkinn fær tækifæri sem byrjunarliðsmaður. Mourinho virðist allavega vita hvernig hann fær það besta út úr báðum því það skiptir í raun ekki máli hvor þeirra byrjar og hvor kemur inn á fyrir hvorn því að þessi skipting skilar alltaf sínu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markið mikilvæga hjá Martial og öll hin mörkin úr leikjunum í gær | Myndbönd Alls voru 18 mörk skoruð í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 29. október 2017 08:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Sjáðu markið mikilvæga hjá Martial og öll hin mörkin úr leikjunum í gær | Myndbönd Alls voru 18 mörk skoruð í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 29. október 2017 08:00