Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 16:16 Frá fundi öryggisráðsins í dag. Vísir/AFP Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að framlengja störf rannsakenda vegna beitingu efnavopna í Sýrlandi. Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar sat Kína hjá en Rússland og Bólivía kusu gegn því að framlengja rannsóknina. Ellefu ríki vildu halda rannsókninni áfram.Sendiherra Rússlands, Vassily Nebenzia, hafði reynt að fresta atkvæðagreiðslunni þar til í næsta mánuði en rannsakendur munu gefa út skýrslu á fimmtudaginn varðandi árásina á Khan Sheikhoun þann 4. apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina. Niðurstöðurnar verða svo birtar á fimmtudaginn. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir sögðu árásina hafa verið gerða frá.Sjá einnig: Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan SheikhounNebenzia sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að Rússar vildu ekki binda endi á rannsóknina. Þess í stað vildu þeir breyta henni. Rússar hafa gagnrýnt rannsakendur og niðurstöður þeirra mikið.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa viljað sjá hvort að rannsakendurnir myndu komast að þeirri niðurstöðu að Assad-liðar hefðu gert árásina á Khan Sheikhoun. Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á Assad. Haley sagði ekki mögulegt að velja og hefna hverjum væri um að kenna. Það væri ekki í boði. Nebenzia sagði ekki rétt að það væri sjónarmið Rússa. Það hefðu þeir ekki sagt. Hins vegar hefðu Bandaríkin ákveðið hverjum væri um að kenna nánast samdægurs. Haley sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Rússa hafa „enn einu sinni sýnt að þeir myndu gefa hvað sem er til að forða villimannlegri ríkisstjórn Assad frá því að takast við ítrekaða notkun efnavopna. „Þetta er í níunda sinn sem Rússland hefur varið Assad og morðingja hans með því að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins. Með því hefur Rússlands enn einu sinni staðið með einræðisherrum og hryðjuverkamönnum sem beita þessum vopnum.“ Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að framlengja störf rannsakenda vegna beitingu efnavopna í Sýrlandi. Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar sat Kína hjá en Rússland og Bólivía kusu gegn því að framlengja rannsóknina. Ellefu ríki vildu halda rannsókninni áfram.Sendiherra Rússlands, Vassily Nebenzia, hafði reynt að fresta atkvæðagreiðslunni þar til í næsta mánuði en rannsakendur munu gefa út skýrslu á fimmtudaginn varðandi árásina á Khan Sheikhoun þann 4. apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina. Niðurstöðurnar verða svo birtar á fimmtudaginn. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir sögðu árásina hafa verið gerða frá.Sjá einnig: Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan SheikhounNebenzia sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að Rússar vildu ekki binda endi á rannsóknina. Þess í stað vildu þeir breyta henni. Rússar hafa gagnrýnt rannsakendur og niðurstöður þeirra mikið.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa viljað sjá hvort að rannsakendurnir myndu komast að þeirri niðurstöðu að Assad-liðar hefðu gert árásina á Khan Sheikhoun. Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á Assad. Haley sagði ekki mögulegt að velja og hefna hverjum væri um að kenna. Það væri ekki í boði. Nebenzia sagði ekki rétt að það væri sjónarmið Rússa. Það hefðu þeir ekki sagt. Hins vegar hefðu Bandaríkin ákveðið hverjum væri um að kenna nánast samdægurs. Haley sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Rússa hafa „enn einu sinni sýnt að þeir myndu gefa hvað sem er til að forða villimannlegri ríkisstjórn Assad frá því að takast við ítrekaða notkun efnavopna. „Þetta er í níunda sinn sem Rússland hefur varið Assad og morðingja hans með því að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins. Með því hefur Rússlands enn einu sinni staðið með einræðisherrum og hryðjuverkamönnum sem beita þessum vopnum.“
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira