Fundu sög á hafsbotni sem kann að tengjast máli Madsen Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2017 08:28 Peter Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Vísir/AFP Lögregla í Kaupmannahöfn hefur fundið sög á hafsbotni í Kögeflóa á stað sem talið er að kafbátur Peter Madsen hafi siglt um í ágúst. Kafarar fundu sögina í gær en leit stendur enn yfir á svæðinu vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall. SVT greinir frá þessu. Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Handleggja Wall er enn leitað, en hlutar af sundurlimuðu líki hennar – búkur, höfuð og fótleggir – hafa þegar fundist. Jens Möller hjá Kaupmannahafnarlögreglunni segir í yfirlýsingu að sérfræðingar lögreglu muni nú kanna hvort að sögin sem fannst kunni að tengjast málinu. Möller segir jafnframt að leit að handleggjum Wall standi enn yfir. Hann vill þó ekki upplýsa nákvæmlega hvar kafarar eru nú að störfum. Lögreglan fann á föstudaginn líkamshluta og föt í Kögeflóa sem staðfest er að eru af Wall. Fundurinn er talinn marka tímamót í rannsókn málsins. Fötin og ýmsar eigur Wall fundust í poka á hafsbotni, sem og hnífur og ýmsir þyngri hlutir sem ætlað var að halda pokanum á hafsbotni. Eftir fundinn í síðustu viku hefur Madsen neitað að ræða við lögreglu. Hann hefur áður fullyrt að Wall hafi látið lífið um borð í kafbátnum eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Sagðist hann hafa varpað líkinu fyrir borð, en hann neitar þó að hafa sundurlimað líkið. Möller sagði um helgina að rannsókn á höfði Wall sýndi fram á að ekki væru nein merki um brot á höfuðkúpunni. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn hefur fundið sög á hafsbotni í Kögeflóa á stað sem talið er að kafbátur Peter Madsen hafi siglt um í ágúst. Kafarar fundu sögina í gær en leit stendur enn yfir á svæðinu vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall. SVT greinir frá þessu. Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Handleggja Wall er enn leitað, en hlutar af sundurlimuðu líki hennar – búkur, höfuð og fótleggir – hafa þegar fundist. Jens Möller hjá Kaupmannahafnarlögreglunni segir í yfirlýsingu að sérfræðingar lögreglu muni nú kanna hvort að sögin sem fannst kunni að tengjast málinu. Möller segir jafnframt að leit að handleggjum Wall standi enn yfir. Hann vill þó ekki upplýsa nákvæmlega hvar kafarar eru nú að störfum. Lögreglan fann á föstudaginn líkamshluta og föt í Kögeflóa sem staðfest er að eru af Wall. Fundurinn er talinn marka tímamót í rannsókn málsins. Fötin og ýmsar eigur Wall fundust í poka á hafsbotni, sem og hnífur og ýmsir þyngri hlutir sem ætlað var að halda pokanum á hafsbotni. Eftir fundinn í síðustu viku hefur Madsen neitað að ræða við lögreglu. Hann hefur áður fullyrt að Wall hafi látið lífið um borð í kafbátnum eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Sagðist hann hafa varpað líkinu fyrir borð, en hann neitar þó að hafa sundurlimað líkið. Möller sagði um helgina að rannsókn á höfði Wall sýndi fram á að ekki væru nein merki um brot á höfuðkúpunni.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24
Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37