Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2017 16:45 Madsen neitar enn sök og segir Wall hafa látist af slysförum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. Þetta segir yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn en lögmaður Madsen fór fram á það fyrir rétti í gær að lögregla myndi endurskapa vettvanginn. „Það væri ekki gáfulegt af okkur að endurskapa vettvanginn aftur og aftur, því bíðum við eftir að við höfum allar þær upplýsingar sem skipta máli,“ sagði Jens Møller Jensen yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu DR.Madsen var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fyrir rétti kynnti saksóknari krufningskýrslu á líki Wall þar sem kom fram að lík hennar hefði verið sagað í sundur með sög. Þar kom einnig fram að hún hefði verið stungin í brjóst og klof, eftir að hún lést. Verjandi Madsen vill að lögregla endurskapi vettvanginn um borð í kafbátnum Nautilus.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Madsen neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall. Hann segir að hún hafi látist af slysförum um borð í kafbátnum og hann hafi kastað líki hennar fyrir borð. Lögregla segir að hún hafi ekki útilokað að einhver annar hafi átt hlut að máli, þrátt fyrir að öll spjót beinist að Madsen. „Eins og sakir standa fór Peter Madsen í siglingu með Kim Wall að kvöldi til og hún átti ekki afturkvæmt. Hann hefur sjálfur játað að hún hafi látið lífið um borð. Spurningin sem þarf að svara er hvað dró hana til dauða,“ sagði Jensen. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. Þetta segir yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn en lögmaður Madsen fór fram á það fyrir rétti í gær að lögregla myndi endurskapa vettvanginn. „Það væri ekki gáfulegt af okkur að endurskapa vettvanginn aftur og aftur, því bíðum við eftir að við höfum allar þær upplýsingar sem skipta máli,“ sagði Jens Møller Jensen yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu DR.Madsen var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fyrir rétti kynnti saksóknari krufningskýrslu á líki Wall þar sem kom fram að lík hennar hefði verið sagað í sundur með sög. Þar kom einnig fram að hún hefði verið stungin í brjóst og klof, eftir að hún lést. Verjandi Madsen vill að lögregla endurskapi vettvanginn um borð í kafbátnum Nautilus.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Madsen neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall. Hann segir að hún hafi látist af slysförum um borð í kafbátnum og hann hafi kastað líki hennar fyrir borð. Lögregla segir að hún hafi ekki útilokað að einhver annar hafi átt hlut að máli, þrátt fyrir að öll spjót beinist að Madsen. „Eins og sakir standa fór Peter Madsen í siglingu með Kim Wall að kvöldi til og hún átti ekki afturkvæmt. Hann hefur sjálfur játað að hún hafi látið lífið um borð. Spurningin sem þarf að svara er hvað dró hana til dauða,“ sagði Jensen. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41
Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17
Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37